Freyr - 01.09.2004, Qupperneq 56
Gæðastýring, búrekstrar-
leg nýting
GÆÐASTÝRINa
Flestar aðferðir við gæðastýr-
ingu miðast að því að beita mark-
vissu skipulagi og skráningum til
þess að ná betri árangri í rekstri
og stjórnun, ásamt því að fram-
leiða vörur sem standast fyrir-
fram ákveðnar kröfur um eigin-
leika. Kerfin, sem unnið er eftir,
eru margs konar en flest þeirra
eru þó hönnuð með tilliti til
ákveðinnar forskriftar að kröfum
alþjóðlegrar staðlaraðar um
gæðakerfi sem ber nafnið ISO
9000. Nái kerfm því að vera
vottuð þannig að þau uppfylli
kröfurnar er um að ræða gæða-
kerfi. Þau lúta kröfum sem þekkt-
ar eru um allan heim af bæði
kaupendum og seljendum og
tryggir viðskiptaaðilum að verk-
lag varðandi framleiðsluna og
viðbrögð við hinum ýmsu frávik-
um (óhöppum, göllum) sem upp
kunna að koma, eru markviss og
undirbúin.
Umhverfisstjórnun.
Nátengd þessari tegund gæða-
stýringar er svokölluð umhverfís-
stjómun sem miðar að því að setja
upp markvisst kerfi yfír stjómun
þeirra rekstrarþátta sem varða
samspil rekstrarins við umhverfíð.
Þama eru líka til mörg og mis-
munandi kerfí og einna þekktust
em kerfí sem uppfylla ISO 14000
kröfustaðal um umhverfísstjóm-
un. Sá staðall gerir reyndar engar
kröfur um að starfsemin sé eitt-
hvað sérstaklega væn fyrir um-
hverfíð, einungis að uppi séu
skráð markmið um að minnka
eitthvað neikvæð áhrif hennar á
það.
GÁMES
Gæðakerfi samkvæmt kröfum
ISO 9000 eða ISO 14000 staðlar-
aðanna em frjálst val þeirra fyrir-
tækja sem þau nota og em afar al-
geng í flestum tegundum iðnaðar
og einnig í auknum mæli í þjón-
ustufyrirtækjum. Framleiðsla á
matvælum lýtur aftur á móti yfír-
leitt ákveðnum kröfúm um gæða-
kerfi. Hér á landi er skráning og
eftirlit eftir svokölluðu GÁMES
kerfí áskilin í reglugerð um mat-
vælaeftirlit og hollustuhætti við
framleiðslu og dreifíngu matvæla,
en GÁMES þýðir “Greining
áhættuþátta og inikilvœgra eftir-
litsstaða’’. í GÁMES kerfi þarf
þvi að greina alla þætti í starfsem-
inni sem geta valdið göllum á
framleiðslunni og skipuleggja
prófanir og skráningu niðurstaðna
á mikilvægum eftirlitsstöðum.
Sauðíjárframleiðsla, mjólkur-
framleiðsla á býlum og uppskera
garðávaxta er undanþegin áður-
nefndri reglugerð ásamt veiðum,
vinnslu og útflutningi sjávaraf-
urða.
Gæðakerfi sauðfjárbænda
Gæðastýring í sauðQárfram-
leiðslu er áþekk framangreindum
gæðakerfum og byggir á skrán-
ingum á ákveðnum upplýsingum
úr framleiðslunni jafnt varðandi
framleiðsluaðferðir og fram-
leiðsluaðstæður. Markmiðið með
skráningunum er tvíþætt, annars
vegar að ná betri skilvirkni og
hagkvæmni í framleiðsluna og
hins vegar að upplýsa/sanna fyrir
markaðnum, þ.e. neytendum
dilkakjöts, hvernig framleiðslan
fer fram. Þeir þættir sem skráðar
eftir
Sigurð Eiríksson,
landsráðunaut
í rekstrar-
fræðum,
Bænda-
samtökum
íslands
eru upplýsingar um í gæðastýr-
ingu í sauðijárframleiðslu eru
skilgreindir í fylgiskjali með síð-
asta sauðfjársamningi. Skráning-
amar hafa misjafnt hlutverk þar
sem sumar þeirra miða að því að
upplýsa um framleiðsluaðstæður
eða aðferðir á meðan aðrar hafa
ákveðnara hlutverk í þá átt að geta
hjálpað til við að bæta skilvirkni
og framleiðni í rekstrinum. I
sumum tilvikum fellur þetta alveg
saman en oftar em það ítarlegri
upplýsingar sem reksturinn þarín-
ast en markaðssetningin.
Búskaparleg nýting
Búskaparleg nýting gæðastýring-
ar liefúr verið umdeild og sýnist sitt
hverjum um nýtingarmöguleika
hinna ýmsu skráninga fyrir búr-
eksturinn. Gæði skráninganna
skipta einnig miklu máli þegar
kemur að nýtingu þeirra en reynt
hefur verið að láta einfaldleika
skráninganna skerða sem minnst
nýtingarmöguleika þeirra til þess
að nota við vandamál eða sóknar-
færi í búrekstrinum. Til þess að
skýra þetta enn frekar er best að
lista upp kröfúr um skráningar í
gæðastýringu í sauðfjárframleiðslu
og nefna nokkra nýtingarmögu-
| 56 - Freyr 6/2004