Freyr

Volume

Freyr - 01.09.2004, Page 60

Freyr - 01.09.2004, Page 60
INTERNORDEN 2004 - Málþing um sauðfjárrækt á Norðurlöndum Dagana 17.-20. júní sl. var haldinn í Visby á Gotlandi í Svíþjóð 28. fundur INTERNORDEN sem er samstarfsvettvangur sauð- fjárræktarfólks á Norðurlönd- um. Kjarnann myndar fagfólk sem vinnur við leiðbeininga- þjónustu, rannsóknir og kennslu en einnig slást í hópinn starfsmenn afurðastöðva, dýra- læknar og fjárbændur. Geit- fjárrækt kemur einnig lítillcga við sögu. Sauðfjárrækt í Svíþjóð Fundir þessir eru haldnir annað hvert ár, síðast hér á landi í Reyk- holti sumarið 2002. Við hæfi var að halda Svíþjóðarfund á eyjunni Gotlandi því að þar er sauðíjár- rækt einna mest og tjárbúin stærst en þegar á heildina er litið er sauðíjárrækt ein af smærri bú- greinunum í Svíþjóð og geitijár- rækt enn minni. Kindakjötsneysla er þó það mikil að innflutningur er töluverður, m.a. frá íslandi. í Sví- þjóð, og þá einkum á Gotlandi, er löng hefð fyrir framleiðslu og vinnslu gæra, einkum grárra pels- gæra og ullariðnaður er þar tölu- verður. Enn er mikil gróska í þess- um iðnaði þótt hann sé ekki í þeim blóma sem hann var á seinni helmingi 20. aldar þegar gráar gærur frá Islandi voru fluttar inn í nokkrum mæli. Þegar best lét var Visby á Gottandi er falleg, litil borg. Hún tengist sauðfjárrækt eyjarskeggja traustum böndum og við höfnina og viðar má sjá steypta “hrúta" þar sem ekki má leggja bílum. (Ljósm. Ó.R.D.). eftir dr. Ólaf R. Dýrmundsson, Bænda- samtökum Islands um helmingur tekna tjárbænda á Gotlandi af gærum og ull en nú vegur kjötið þyngra. Fjölbreytt dagskrá Dagana 17.-19. júní stóðu yftr faglegir fundir í Visby en hún er mjög sérstæð og falleg borg sem byggðist upp á tímum Hansakaup- manna og nýtur gamli bærinn þar sérstakar vemdunar því að hann er á Heimsminjaskrá. Þann 20. júní voru heimsótt þrjú fjárbú en inn á milli fagfiinda var skotið heim- sóknum í gæru- og ullarvinnsluna „Yllet“ og matvælarannsóknafyr- irtækið „LivsTec“ í Visby. Allt var skipulagt af prýði undir stjóm Gun Bemes sem starfar við rann- sóknir á beit og fóðmn sauðfjár í Umeá í Norður-Svíþjóð. Þátttak- endur vom 36 frá öllum aðildar- löndunum nema Grænlandi og var sá sem þetta ritar eini fúlltrúi Is- lands. Samtals vom flutt 24 erindi og 4 veggspjöld sýnd. Staða sauðfjárræktarinnar Svo sem áður var nefnt er sauð- Ijárrækt lítil búgrein í Svíþjóð, | 60 - Freyr 6/2004

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.