Freyr - 01.03.2002, Page 7
Kostir hinnar nýju heyverkunar-
aðferðar hafa hins vegar vegið til
muna þyngra í þessari breytingu
en vistfræðileg sjónarmið.
b. Breytt rœktun og fóðurfram-
leiðsla
Síðasta áratuginn hefur jarð-
vinnsla vaxið. Veldur því tvennt:
aukin endurræktun túna og vax-
andi kornrækt (bygg). Allar horf-
ur eru á að þessir þættir fóður-
ræktar fari vaxandi á næstu árum.
Jarðvinnsla er orkufrek. Elds-
neytisþörf fóðurframleiðslunnar
mun því vaxa af þessum sökum.
Nú er bygguppskeran um 5000
tonn á ári. Hún virðist geta vaxið
til muna því enn er hún aðeins
brot af því kolvetnafóðri sem not-
að er innanlands. Til þessa hefur
mest af bygginu verið verkað og
geymt sem súrbygg. Þurrkað bygg
þykir þægilegra og ömggara í
meðfömm og því má búast við
vexti í þeirri aðferð. Mun hann
kalla á eldsneyti, auk raforku og
jarðvarma, þar sem bygguppsker-
an fellur til á mjög skömmum
skurðartíma og krefst tafalausrar
þurrkunar, sú sem ekki er súrsuð.
Framleiðsluhættir
a. Gœðastýring framleiðsl-
unnar
Bændur taka í vaxandi mæli
upp gæðastjómun í búrekstri sín-
um (t.d. í svína- og alifuglarækt).
Þorri sauðfjárbænda hefur nú
hafið skipulegt átak í gæðastýr-
ingu framleiðslu sinnar. Takist
hún vel má gera ráð fyrir að bætt
nýting aðfanga skili sér hvað
fyrst, þar með talið bætt nýting
eldsneytis. Sakir lítils efnahags-
vægis þessa rekstrarþáttar mun
hann þó varla verða í forgangsröð
úrbótaþátta.
b. Vistrænn, iífrœnn og lífefldur
búskapur
Offramboð búvara, áhyggjur af
umhverfi og önnur lífssýn hafa
öðm fremur kallað ffam umræðu
um breytta framleiðsluhætti og
-siði í landbúnaði. Sérstakir fram-
leiðsluhættir, svo sem líffænn
búskapur, hafa verið skilgreindir
m.a. með lögum og reglugerðum.
Athyglisvert er að í þessum til-
skipunum er ekki vikið að hinni
beinu orkunotkun, svo sem notkun
eldsneytis. Hana má þó telja eina
helstu forsendu þess hringferils
sem búvömframleiðslan þarf að
vera. Nýting orku í framleiðslu-
ferlinum er engu þýðingarminni en
nýting einstakra næringarefna.
c. Nýjar búgreinar - skógrækt
Ymsar nýjar áherslur eru nú í
landbúnaði. Um þessar mundir
eru tvennar einkum áberandi: I
fyrsta lagi skógrækt (og land-
græðsla) og í öðm lagi ferðaþjón-
usta og ýmis afþreying tengd
landi og landkostum. Frá sjónar-
miði orkunotkunar landbúnaðar-
ins munu þessar áherslur fremur
litlu breyta:
Skógræktin kallar á hefðbundið
eldsneyti á vélar til fmmvinnslu
landsins; plöntunar og umhirðu.
Hins vegar skilar skógurinn í
eldsneyti (ferilorku) sem nýst
getur m.a. við staðbundna upphit-
un.
Ferðaþjónusta kallar einkum á
raforku og jarðvarma, svo sem til
upphitunar gistihúsnæðis, og
jarðvarma vegna afþreyingarað-
stöðu (sundlaugar, heitir pottar
ofl.). Undir þessum lið má líka
nefna hin foma aflgjafa, íslenska
hestinn. Hann leikur nú mikið og
vaxandi hlutverk í ferðaþjónustu
landsmanna. Hesturinn kann líka
að verða á ný hagkvæmur aflgjafi
til léttari verka við hina „nýju”
framleiðslusiði í landbúnaði, sbr.
b. lið hér næst að framan.
Köfnunarefni - niturnám
Köfnunarefnið er mikilvægasti
Með nýskógum bænda er verið að
byggja upp mikilvæga auðlind sem
nýtst getur framtíð til ýmissa
orkuþarfa, bæði með beinum og
óbeinum hætti. (Ljósm.: Bj.Guðm.).
næringarþáttur fóðurræktarinnar.
Einn stærsti hluti hinnar óbeinu
orkunotkunar landbúnaðarins
liggur í framleiðslu N-áburðar.
Frá vistfræðilegu sjónarmiði var
innlenda N-áburðarframleiðslan,
sem hófst upp úr miðri síðustu
öld, áhugaverð, þótt tæknilega
kynni hún að teljast gamaldags.
Raforka úr fallvötnum til raf-
greiningar köfnunarefnis úr
andrúmslofti stendur nærri belg-
jurtum að nitumámi í vistrænu
tilliti. Með þennan hluta siðfræði
búvömframleiðslunnar í huga
sýnist því nokkurs virði að
- halda við köfnunarefnisnámi
tii áburðarvinnslu byggðu á
notkun (innlendrar?) ferilorku
- halda áfram rannsóknum er
eflt geta hlut niturbindandi
plantna ífóðurrækt og land-
grœðslu.
Einnig á þessu sviði ráða verð-
hlutföll því á hverjum tíma hvort
lögmál vistfræðinnar megna að
komast til áhrifa.
Freyr 2/2002 - 7