Freyr

Volume

Freyr - 01.03.2002, Page 12

Freyr - 01.03.2002, Page 12
Myndin hér að neðan sýnir röð hinna mismunandi viðfangsefna á námskeiðunum. Námsefnisröðun- in er byggð þannig upp að at- hyglinni er beint frá einkennum (afleiðingum) að orsökum. Arangur í hverjum lið er háður þeim sem fyrir neðan er. Tökum sem dæmi liðinn „Búið í heild - fjárhagslegur grunnur". Lykiltölur eru notaðar til þess að átta sig á stöðu mála. Ef í ljós kemur að fjárhagsleg staða búsins er ekki nægjanlega góð leiðir það til frekari rannsókna á liðnum fyrir neðan, til að finna orsökina. Ef búpen- ingur er ekki að skila nægjanleg- um afurðum getur ástæðan m.a. legið í því að ástand beitilands- ins er ekki nægjanlega gott. Beitilandið getur t.d. verið lélegt af því að það er rofið eða mjög rýrt. Ef hægt er að stoppa rofið, endurheimta gróðurþekju og auka hlutdeild mikilvægara beitarplantna er líklegt að af- köstin á þessu svæði verði meiri og búpeningurinn skili meiri af- urðum. Hefur það í för með sér bætta afkomu. Einnig gæti svarið við núver- andi stöðu legið í mannauði bús- ins sem myndar þann ramma sem öðrum liðum er stjómað í. 1. námskeið: Heildarsýn í al- þjóðlegu umhverfi og vistkerf- um Gefið er yfirlit yfir mikilvægi vistkerfa, hvort sem er á einu svæði, landi eða á alþjóðlegum vettvangi. Bóndinn og störf hans em sett í víðara samhengi. Farið er í gegnum muninn á því að hámarka framleiðslu og því að hámarka sjálfbæmi, og muninn á því að hámarka inn- komu og því að hámarka hagnað. Einnig er greint frá þjóð- hagslegum hagsmunum og svæð- isbundnum ávinningi. 2. námskeið: Heildarbúst jórn - Mannauður Hér er farið í gegnum grein- ingu á því af hverju við tökum þær ákvarðanir sem við tökum og skilning. Námskeiðs- áherslur: Áætlanu- gerð Námsefnisröðun Heidarsýn í alþjóðlegu umhverfí og vistkerfum Heildarbdstjórii - Mannauður Heildarmynd vistkerfa og umhverfisvandamála. Bóndinn og störf hans sett í víðara samhengi. Afhverju tökum við þær ákvarðanir sem við tökum og hvemig högum við samskiptum okkar við annað fólk? Hvaða þættir skila hagnaði og hveijir tapi. Mat á búreksturinn m.a. með því að fmna mest takmarkandi þætti hans. Skoðun á landi. Greining á þeim þáttum sem hclst em takmarkandi á nýtingu náttúruauðlinda. Gerð áætlunar með áherslu á framtíðarsýn, lykilmarkmið, stefnu, möguleika, leiðir og framkvæmdir. Fyrstu skref framkvæmda. 2. mynd. Röð hinna mismunandi viðfangsefna á námskeiðum í„Landbún- aði framtíðarinnar“. hvernig við högum samskiptum okkar við annað fólk. Mannleg samskipti stjómast að stómm hluta af persónueiginleika okkar. Persónueiginleikinn og hegðun okkar hefur einnig áhrif á gildi okkar og forsendur/þarfír. Ákvarðanir em niðurstaða af samspili milli höfuðs (þekkingar og hæfíleika), hjarta (gilda) og maga (þarfa). Þessir þættir em sigtin sem sía og raða upplýsing- um, og setja í samhengi, eftir því hver við erum og hvernig við stjómum. Athyglin er flutt frá því hvernig hlutimir gerast að því hvers vegna þeir gerast. 3. námskeið: Búið í heild - Fjárhagslegur grunnur Mikil áhersla er lögð á það að reikna út hvort búrekstur skili hagnaði og sundurliða hvaða þættir skila hagnaði og hverjir tapi. Á námskeiðinu er farið í gegn- um dæmi um útreikninga á einu búi. Bændum er gefinn kostur á aðstoð við útreikninga ef þeir óska þess. Annað hvort kemur leiðbeinandi heim til þeirra eða þeir geta beðið endurskoðanda um aðstoð. 4. námskeið: Mat á fyrirtækinu Lagt er mat á búreksturinn, m.a. með því að finna mest tak- markandi þátt hans. í mörgum sveitum í Ástralíu er úrkoma afar lítil og reynslan hefur sýnt að nýtni vatns sé oftast takmarkandi þáttur. Þróuð hefur verið aðferð til að reikna vatnsnýtni út. Þar sem nýtni á regnvatni er háð gróðurþekju, gróðurlendi og jarð- vegi er leitað að skýringum þar sem nýtni er léleg. Það er gert á næstu námskeiðum þar sem farið er í greiningu og kortlagningu á náttúrulegum auðlindum. 5. til 8. námskeið: Náttúrulegar auðlindir | 12-Freyr 2/2002

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.