Freyr

Årgang

Freyr - 01.03.2002, Side 34

Freyr - 01.03.2002, Side 34
fram tilraunir er snerta ræktun fóðurjurta, matjurta og trjáteg- unda svo og hagnýting áburðar, eptir því sem búast má við að komið geti að notkun hér á landi”. Þórhallur Bjamarson segir enn- fremur: “Fyrst og fremst er það auðvitað sjálf grasræktin, og eðli- lega verður mönnum þá að spyrja: Er enginn vegur að nota hestaflið margfalt meira en nú er gert?” og spyr hvort plæging og sáning hljóti ekki að koma í stað þaksléttuaðferðinnar. Þetta er at- hyglisvert í ljósi þess að örugg- lega má þakka það tilraunastöðv- unum að sáðsléttuaðferðin tók einmitt að breiðast út á næstu ár- um og áratugum. Stofnun gróðrarstöðvar var svo eitt af fyrstu viðfangsefnum stjórnar Búnaðarfélags íslands. Á stjórnarfundi 191 des 1899 var skýrt frá því að „land hafi verið keypt undir gróðrartilraunastöð í Reykjavík, 5-6 dagsláttur að stærð fyrir 1000 krónur” og enn- fremur; „til að hafa umsjón með henni var ráðinn ráðunautur Ein- ar Helgason fyrir 400 kr. á ári og skyldi hann annast sjálfur plönt- unina.” Einar var annar af tveimur fyrstu ráðunautunum sem Búnað- arfélag Islands réð. Hann var fæddur í Kristnesi í Garðsárdal í Eyjafirði árið 1867 og nam garð- yrkju í Danmörku 1894-1897 og við Búnaðarháskólann í Höfn 1888-1899. Hann hóf störf hjá Búnaðarfélagi Suðuramtsins 1898. Einar gerði fyrstu tilraun fyrir Búnaðarfélag Suðuramtsins sumarið 1898 og er því ljós áhugi hans á gróðurtilraunum. Á stjómarfundi Búnaðarfélags íslands, 17. apríl (1900), var samþykkt að beiðast útmælingar á um 8 dagsláttum lands til við- bótar við hið keypta til gróðrartil- raunastöðvarinnar. Þetta land Gróðrarstöðin í Reykjavík, mynd frá fyrstu árum hennar. in í jarðrækt var stofnuð 1830 í Rothamsted í Englandi en sú fyrsta í Danmörku 1886 og í Noregi sú fyrsta 1889). “Land- búnaður menningarþjóðanna sækir æ meir og meir beint til rannsókna vísindanna, jafnt í smáu sem stóm, tekur það engu að síður til grasræktar en akur- yrkju”, segir Þórhallur ennfrem- ur. Hann þakkar framlag úr landssjóði til gróðrarstöðvarinnar, sem þá fékkst, þingmönnunum Pétri Jónssyni á Gautlöndum, sem var formaður landbúnaðar- nefndar, og Guðjóni Guðlaugs- syni frá Ljúfustöðum, þingmanni. Strandamanna, en þeir fluttu frumvarp um málið sem þó náði ekki fram að ganga en vakti nægilega athygli á málinu. Sam- kvæmt fmmvarpinu áttu að “fara I 34 - Freyr 2/2002 Hús Gróðrarstöðvarinnar í Reykjavík og starfsfólk hennar. Einar Helgason, til hægri við dyrnar, heldur á garðhrífu. Lengst til hægri er piltur með raðhreinsara og annar við dyrnar með garðkönnu.

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.