Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.2002, Síða 39

Freyr - 01.03.2002, Síða 39
að til erlendra sem innlendra fyr- irtækja, sem framleiddu og/eða fluttu inn hvers konar búvélar og búsáhöld - í einu orði allt það sem til bús og heimilis þurfti frá hinu stærsta til hins smæsta. Allt var þetta metið af sérstökum dóm- nefndum og ýtarlegar skýrslur gerðar um hvað eina. Sýningin vakti mikla athygli, var fjölsótt og fullyrða má að þessi fyrsta alhliða bútækni- og heimilissýning hefur Molar Erfiðleikar í BANDARÍSKUM LANDBÚNAÐI Bandarískur landbúnaður glím- ir um þessar mundir við afar lé- lega afkomu. Ein orsök þess er sú að fyrir nokkrum árum, á valdatíma Clintons forseta, ákvað þingið að losa þarlenda bændur undan allri stjórn á því hvað þeir ræktuðu. Þessi stefna leiddi til offramleiðslu á korni og sojabaunum sem aftur varð til þess að verð á þessum afurðum lækkaði. Við því brugðust stjórn- völd með því að veita fé til niður- greiðslna á verði þessara vara. Afleiðingin er sú að hátt upp í helmingur af tekjum bandarískra bænda árið 2001 komu úr ríkis- sjóði, sem beinar niðurgreiðslur á verði búvara. Um síðustu áramót var til með- ferðar í þinginu tillaga um að tryggja þarlendum bændum ár- lega fjárveitingu að upphæð 1440 milljarða króna í beina styrki. Ákvörðun um það náðist ekki og vildu aðrir bíða og sjá til hvort heimsmarkaðsverð á bú- vörum hækki ekki á þessu ári og dragi þar með úr þörf á þessum fjárveitingum. Bush forseti er því fylgjandi en bandarískir bændur haft mikil áhrif til framfara í búskap á Islandi. Lengra mál þyrfti að hafa, en hér eru tök á, ef gera ætti grein fyrir árangri, eða öllu heldur áhrifum tilraunastarfseminnar á fyrstu tugum síðustu aldar á þró- un búskapar á Islandi. Þó má fullyrða að gróðrarstöðvamar áttu ríkan þátt í að leiða inn nýja tíma á öllum sviðum ræktunar. Það á jafnt við um garðrækt í víðum og demokratar í Öldungadeild- inni, sem eru þar í meirihluta, eru því ósammála. Landbúnaðarráðuneytið spáir því að verð á korni hækki ekki í ár og að útlitið í kjötgreinunum og mjólkurframleiðslu sé heldur ekki bjartara. Það bendir m.a. á að framleiðsla á sojabaunum aukist enn, 11. árið í röð, í Arg- entínu, en efnahagsástand þar í landi og gengisfelling pesoans valdi því að verð á sojabaunum þaðan muni verða lágt. Þá bjóða bæði Brasilía og Kína fram aukið magn af maís á heims- markaði. Þörf á niðurgreiðslum í banda- rískum landbúnaði virðist því ekki fara minnkandi um þessar mundir. (Bondebladet nr. 4/2002). Róandináttmjólk í Finnlandi er á boðstólnum náttmjólk með svæfandi áhrifum. Það er finnska fyrirtækið Ingman Food, sem býður upp á þessa mjólk sem inniheldur hormónið melatonin er hefur þessi áhrif. Kýr sem mjólkaðar eru seint að kvöldi gefa hátt eðlilegt magn af melatonin. Þessi svæfandi mjólk selst vel skilningi, trjárækt og jafnvel skógrækt, og svo allt sem við nú nefnum jarðrækt, ræktun grænfóðurs og síðast en ekki síst túnræktina þar sem alveg nýtt skeið hófst með því að sáðslétt- umar tóku smám saman við af þaksléttunum. Ekki má heldur gleyma notkun tilbúins áburðar sem gerði hina miklu ræktunar- byltingu á þriðja og fjórða áratug aldarinnar mögulega. í Finnlandi, að sögn sænska blaðsins Lantbruk. Blaðið hefur kannað stöðu þessara mála og komist að því að allmörg sænsk mjólkursamlög eru að kanna málið og telja það áhugavert. Melatonin er selt sem svefnlyf í mörgum löndum, en er ekki leyft sem slíkt í Svíðþjóð vegna aukaáhrifa. En þar sem mela- tonin er mismikið í kúamjólk eftir dægursveiflu kúnna, fylgja því varla aukaáhrif fyrir neytendur, að sögn Maríu Lennernás, hjá Svensk Mjölk. (Landsbladet, 1. febrúar 2002). Könnun á BÚFJÁRSJÚKDÓMUM í Færeyjum Ákveðið hefur verið að dýralæknisfræðileg úttekt fari fram á heilbrigði búfjár í Færeyjum. Tilgangurinn með því er ganga úr skugga um hvaða búfjársjúkdómar finnast á eyjunum og hvaða ekki. Hingað til hefur ekki verið um neina fræðilega staðfestingu á því að ræða. Þær tegundir búfjár, sem er að finna í Færeyjum, eru nautgripir, sauðfé, hross, hæn- sni, gæsir og endur. (Bondebladet nr. 7/2002). Freyr 2/2002 - 39 |

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.