Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1967, Blaðsíða 6

Skátablaðið - 01.12.1967, Blaðsíða 6
100 ára minning Uppgötvun radíums er einn af hínum mikiu sigrum rnitíma- vísinda. Sagan um þessa upp- göivun er um íeið saga um framúrskarandi skerf konu fil vísindanna. Þessi kona var Frú Curie, kon- an, sem hlaut NóbelsverSlaun- in tvívegis. R Ú C U R I E •%^ffaría Sklodowska var fædd árið 1867 í Póllandi. Faðir hennar var prófessor í eðlisfræði við háskól- ann i Varsjá. Þau voru fimm syst- kinin og hún, Manina, eins og hún var kölluð, var yngst þeirra. En hún var nú líka gáfuðust. Hún lærði það, sem henni bar, og það mundi hún. Hún var samt enginn leiðinlegur námshestur, heldur hafði hún brenn- andi áhuga á öllu, sem hún heyrði og sá, og jafnvel meiri áhuga en flest venjuleg börn. Þegar hún lauk námi í Varsjá, hlaut hún gullverðlaun fyrir frammistöðu sína. Allir voru sammála um, að þessi unga stúlka væri óvenjuleg og ætti ótakmarkaða framtíðarmöguleika. En samt var einn Ijóður á. Hún var íá- tæk og varð að láta sér nægja að gerast kennslukona. En um síðir tókst henni að komast að sem nem- andi við hinn heimsþekkta Sorbonne háskóla í París. Þá var hún 27 ára gömul. Á þessum tíma rétt fyrir síð- ustu aldamót þótti óviðeigandi, að kvenfólk stundaði háskólanám, og ekki hvað sízt þótti furðulegt, að leggja stund á eðlisfræði. En vinnu hennar í háskólanum sem nemanda lauk með prófi í eðlisfræði og stærð- fræði. Hún vissi, hvað hún vildi. Vinna að vísindagreinum sínum og ekkert ann- að. Hún kynntist frægum vísindamanni, Pierre Curie, og þau giftust. Saman unnu þau svo að áhugamálum sín- um, á sviði stærðfræði og eðlisfræði. Nú byrjaði fyrir alvöru starf Maríu. Maður hefði nú ef til vill búist við, að hún myndi hætta þessu rann- sóknarbrölti, eftir að hún giftist, en það var öðru nær. Áhugamál hjón- anna var samþætt og þau unnu að þeim nótt og nýtan dag. Þekktur vísindamaður A. H. Bec- querel, hafði ritað greinar um geisl- andi efni. Frú Curie og maður henn- ar tóku til við rannsóknir á þeim af kappi. Meðal annars notaði hún efni, sem allir kannast við nú, efnið úranínum. Hún fann, að úranínum gaf frá sér sérstaka geisla, sem höfðu margs konar áhrif, jafnvel þótt þeir væru alls ekki sýnilegir. Hún hélt áfram að leita og komst að raun um, að fleiri frumefni höfðu þennan eiginleika. Þessi kraftur, sem efnin geisla frá sér, nefnist enn í dag því nafni, sem María Curie gaf honum, geisla- virkni (radioactivity). En tilraunir frú Curie leiddu í Ijós, að geislavirknin var sums staðar langtum sterkari heldur en búast mátti við. Því sagði hún, að þetta hlyti að stafa frá frumefni, sem heíði ekki enn verið uppgötvað. Reyndar gat hún ekki vitað neitt um það. Það hlaut bara að vera til. Og þá var að finna það. Hún og maður hennar hófu leitina og árangurinn lét ekki á sér standa. j dagbók hennar stendur: ,,Mað- urinn minn og ég höfum með rann- sóknum okkar dregið þær ályktanir, að í bergtegundinni begblendi sé nýtt frumefni, sem við leggjum til að nefnt verði Radíum. Það er mjög geisla- virkt." Fyrir þessa uppgötvun hlutu þau 102 SKATAB LADI3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.