Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1967, Blaðsíða 9

Skátablaðið - 01.12.1967, Blaðsíða 9
inn væri svo nízkur, að hann heíði aðeins fjóra jólapakka við jólatréð. Mamma hafði lofað þeim andar- steik með eplum, sveskjum og öllu. Frá Viggó frænda hafði komið pakki í flugpósti, sem gerði þetta allt mögu- legt. Auðvitað hafði ekki verið nóg af Ijósum og marzipanlitirnir höfðu Qleymzt. Einnig vantaði dálítið af iólaskrauti á tréð. Hann hafði verið svo viss um að þau myndu ná heim. Og nú voru þau hér, hann og Mika- ela, ásamt Carlo og horiðu á vonir sínar hverfa — á sjálfu jólakvöldinu! Það hefði verið gaman að bjóða Carlo heim til þeirra á jólakvöldið; hann var vikadrengur í litlu kránni við torgið og var lítill og grannur. Maður hefði getað haldið að hann væri 8 ára í stað 12. Hann leit bjána- lega út með þessa hvítu, skítugu svuntu, sem náði honum niður á tær. Þau ráku hann öll áfram og rifust I honum, Giulio, þjónninn, veitinga- maðurinn og veitingakonan. Það var undarlegt að barnaverndarnefndin, eða eitthvað henni líkt, hafði ekki ennþá athugað málið. Pabbi og niamma höfðu einnig sagl, að það væri reglulega gaman á fá Carlo í heimsókn. Carlo átti fá að njóta raunveru- legs jólakvölds með andarsteik og iólatréi, og þau höfðu gjöí handa honum, rauðan, gulan og bláan plast- bíl. Jakob gat heyrt Mikaelu og Carlo hvíslast á í horninu við eldinn, en ekki gat hann heyrt hvað umræðu- efnið var. Þau voru farin að tala og skilja ítölsku allvel, bæði hann og Mikaela, eftir þessa mánuði, sem bau höfðu dvalið á Ítalíu. En þegar menn muldruðu, eða margir töluðu í e'nu, gekk þeim aftur á móti illa að skilja málið. En hann sneri sér ekki við. Ef til viH færi hann þá að skæla — það væri þokkalegt að láta Carlo sjá að hanskur strákur gréti. Annars hafði það verið gaman og æglulega ævintýralegt að búa á Ítalíu. Húsið, sem pabbi hafði leigt, var að vísu langt frá því að vera likt Þvl eins gott og heima. En það voru fjöllin, sem buðu ævintýrunum heim. Ekkert var eins skemmtilegt og að fara á skíðum í fjöllunum. Og á kvöldin var oft gaman á litla torginu [ þorpinu, þar sem mennirnir sátu og röbbuðu og spiluðu á spil. Einnig á laugardögum, þegar markaðurinn stóð sem hæst. Verst var það, hversu erfitt var að fá leikfélaga. Börnin í þorpinu þurítu að vinna svo mikið íyrir íoreldra sína, og enginn tími var aflögu iil þess að leika sér. Þess vegna hafði Jakob orðið að láta sér nægja að leika við systur sína. En öðru hvoru höfðu strákarnir samt tíma — meira að segja Carlo, en hann var sá þeirra, sem Jakobi líkaði bezt. Hann var alltaf fullur af hugmyndum og skemmtilegum sögum. Það var raun- ar varla hægt að trúa þvi, þegar maður ræddi við hann, hve eríitt hann átti uppdráttar. Mamma hans var mjög dugleg kona, en hún var hörð og ströng. Hún hafði alltaf nóg að gera, elda spaghetti í barnahóp- inn eða þvo þvotta. Og á vinnustaðn- um var ekki gert annað en hrópa á hann. Einmitt núna, þegar Carlo hafði boðizt þetta tækifæri, að eiga raun- verulegt jólakvöld, þá sat hann hérna. Jakob hugsaði með sér, að hann myndi hafa náð til þorpsins, en hirðirinn hafði bannað það. Bann- settur! Þvílíkur og annar eins síaður til að eyða jólakvöldinu á! Jakob vissi hvernig allt leit út að baki honum, alveg eins og hann hefði augu í hnakkanum. Þarna var aðeins eitt herbergi, og ekki einu sinni almennilegt gólf! Veggirnir voru berir og hvítkalkaðir. í einu horninu stóð rúm og á móti því var skápur. Framan við eldstæðið, sem einnig var eldunartæki staðarins, stóð borð og bekkur. Þetta var allt og sumt — eða næstum því. í öðru horni var bekkur með geitaskinnum á, og þar mundu þau víst fá að gista þessa nóttina. Hann heyrði eitthvert vif að baki sér og sneri sér við með nokkurri tregðu. Hirðirinn gat þá sent loft- skeyti. Þá myndi hann geta komið því til leiðar, að einhver kæmi til móts við þau, svo þau kæmust heim í tæka iíð. — Þá væri þetta umstang með jólatréð unnið fyrir gýg. Jakob brosti og Mikaela einnig. Það var bara Carlo, sem virtist áhyggjufullur. „Hvenær koma þeir að sækja okkur?“ spurði Jakob ákafur, þegar hirðirinn setti tækið inn í skáp. „Koma að sækja ykkur? Hverjir í ósköpunum heldurðu að fari að vaða út í blindbyl til að sækja ykkur, þegar þið eruð úr allri hættu innan dyra? Ég sendi aðeins skeyti, svo íoreldrar ykkar yrðu ekki hræddir um ykkur, en um það hafðir þú ef til vill ekki hugsað?" Jakob beit íastar á vörina en áður. Um þetta hafði hann ekki hugsað. Og auk þess gátu þau haft gott af þessu, en að þurfa að halda jól á stað, þar sem allt virtist eríitt. Hann gat ekkert sagt, allt virtist aftur á góðri leið með að verða að engu. Þessi skapilli hirðir. „Vertu nú ekki í íýlu, Jakob,“ sagði Mikaela og þakkaðu fyrir, að við erum þó innan dyra. Þetta er okkar sök, því við vildum fá allt. Eins og það bætti úr skák, að þetta allt var honum að kenna, en hve stelpur gátu verið vitlausar. Leiðinlegt var þetta svo fyrir Carlo. Ef þau hefðu ekki tekið hann með, myndi hann hafa átt eins konar jól, með dýrlingamyndum, jötu og svo- leiðis. Allt ónýtt fyrir Carlo að auki. „Hvað viltu, að ég geri, sagði Jakob hryssingslega. „Ef maður bara gæti gert eitthvað, en því er nú okki að heilsa." „Hættu nú að minnsta kosti við að vera í íýlu. Við finnum áreiðanlega eitthvað okkur iil dundurs." Carlo hafði risið á íæíur og íylgd- ist með gjörðum hirðisins. Jakob spurði, hvað þeir væru að gera. Hann reyni að hemja röddina og var nokkurn veginn kurteis. Hiðirinn leit upp. Hann leit beint í augu Jakobs og sagði síðan: „Ég lofaði Carlo, að við yrðum að reyna að eiga saman raunverulegt jólakvöld, og jólanótt hérna. Danskir jólagestir virðast nú ekki vera sér- lega skemmtilegir, eða áhugasamir. Ekki sýnist mér, að þeir ætli að verða skatablaðið 105
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.