Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1967, Blaðsíða 48

Skátablaðið - 01.12.1967, Blaðsíða 48
Frá skátahöfðingja Skátaárinu „Inn í hringinn“ lauk 1. október s.l. Ekki eru margar skýrslur komnar frá þeim skátasveit- um, sem tóku þátt i verkefnunum. Þcer sveitir voru í raun og veru allt of fáar. Samt sem áður er ekki hagt að leggja dóm á, að hve miklu leyti hefur verið unnið eftir kjörorði ársins i skátastarfinu almennt, en vonandi hefur svo verið. Ferð islenzku skátanna á Jam- boree tókst vel, eftir því sem stjórn- endurnir hafa tjáð okkur, þeir Arn- finnur Jónsson og Oktar Októssson. Það var leitt hve fáir skátar tóku þátt i ferðinni, en nokkur afsökun er það, að þetta er alldýrt ferðalag. Það urðu mikil vonbrigði fyrir skáta á Norðurlöndum, að Jam- boree 1971 skyldi ekki vera valinn staður á Norðurlöndum, eins og sótt var um, heldur í Japan. En það er ekki ólíklegt, að við getum átt von á að fá það 1975. Eg er sann- farður um, að Jamboree á Norður- löndum yrði mikil lyftistöng fyrir norrœnt skátastarf og ekki sizt hér hjá okkur. Það var ánagjulegt að fylgjast með því, sem gerðist hjá Akureyrar- skátum s.l. vor, er þeir héldu upp á 50 ára afmælið. En forráðamenn Akureyrar hafa stutt skáta þar mjög vel i starfi og veitt þeim mikinn stuðning. Það má reyndar segja, að flest sveitarfélög geri það nú orð- ið í rikum mceli, þar sem skátafélög eru starfandi. Má benda á t.d., að skátar í Reykjavík hafa fengið hús- nceði á sjö stöðum i borginni, en fá auk þess töluverðan rekstrar- slyrk úr borgarsjóði. I Hafnarfirði er myndarlegt skátaheimili, svo er einnig á Akranesi og Isafirði og reyndar viðar. Á Akureyri eru þrjú skátaheimili. I Garðahreppi og Vestmannaeyjum og Njarðvík hafa skátarnir fengið húsnceði hjá bœjar- félaginu og svo mun viðar vera. Má telja, að skátafélögin séu orðin allstyrk i starfi viðast hvar og standa mörg scemilega traustum fótum fjárhagslega. Hins vegar má segja, að bandalagið sé ekki eins fjársterkt. En bandalagið þarf að geta haft erindreka, sem sifellt er á ferðinni, og stutt þannig félögin í starfi. Einnig þarf að halda uppi námskeiðum og sjá um frceðslu- starfsemi. A árinu gátum við haft erindreka í sex mánuði, en það er alls ekki nóg. Fjárþörf bandalagsins er mál, sem þarf að rceða gerla á skátaþinginu á komandi vori. Og nú er nýhafið skátaárið „Frá fjöru til fjalla“. Eins og nafnið bendir til, er aðalverkefni þess að auka útistörf skáta eftir þvi, sem föng eru á. Hugmyndabceklingar hafa verið gegnir út og cetlunin, að þeir komi þrisvar út á þessu skáta- límabili. Timabilinu mun Ijúka i árslok 1968. Oll gögn varðandi skátaárið má fá í skrifstofu BIS, en heppilegast er að fá þau gögn, sem taka til sumarstarfsins, þegar líður á veturinn. En þegar hugurinn reikar til sumarsins og sumarstarfa og undir- búnings undir þau, þá kemur eðli- lega í hugann 26. maí ncesta vor, þegar breytt verður um umferð hér á landi, horfið frá vinstri umferð yfir til hcegri umferðar. Það er ekk- ert efamál, að þessi breyting verður mjög erfið og nauðsynlegt, að allir leggi hönd á plóginn svo að allt fari sem bezt úr hendi. Vil ég hvetja skáta, hvar sem er á lanclinu, að leggja þessu starfi allt það lið, sem þeir mega. Það veltur á miklu, að allt fari vel úr hendi. Það geta verið mörg mannslíf í veði. Um- ferðarmálin eru alltaf þýðingar- mikil, þótt ekki sé um svo stór- felldar breytingar að rceða, eins og verða ncesta ár. Sumir telja, að af umferðarhátt- um þjóðar megi oft marka menn- ingu hennar. Oryggið i umferðinni er að miklu leyti háð tillitssemi manna gagnvart öðrum. Kceruleysi og óaðgcetni valda oft slysum, en gcetni og hjálpsemi skapa aukið öryggi. En gildir ekki það sama um hið daglega líf. Skapar ekki mildin og hlýhugurinn vináttu og traust, en kuldinn og kceruleysið búa ófriði og sundrungu braut. Sá, sem er háttvís i umferð og tillitssamur, er venjulega drengilegur og traustur i samstarfi, ábyrgur þjóðfélags- þegn. Höfum þvi hugfast á lífs- braut okkar að horfa til allra átta, láta allar ákvarðanir okkar og við- brögð mótast af varkárni og til- litssemi til samferðamannsins. 144 S KATABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.