Sameiningin - 01.04.1910, Page 9
41
dómsrík og lmfa afar víðtœka merking. Á för sinni upp
til Jerúsalem læknar Jesús Bartímeus liinn blinda, sem
kallar á eftir honum: „Jesús, sonr Davíðs! miskunna
þú mér.“
Hvílík mynd þetta af þjóðinni, alblindri! og meðal
þess fólks sonr guðs, sem þeir þekktu ekki, til þess fœr
og fús að hvkna þá af blindu þeirra! Síðan kemr sagan
um kraftavei kið, sem Jesús gjörði á fíkjutrénu (11.
kap.), — blöðin tóm, enginn ávöxtr, að eins játning trúar
með vörunum.
Þá fœrist sagan óðum — eins og hið tignarlega efni
útheimtir — nær því, er hjá syninum birtist trúmennsk-
an í þjónustunni á œðsta stigi; liann reynist trúr allt
fram í dauðann. Það slær þögn vfir guðspjalls-
söguna; í kapítulunum, sem á eftir fara, er ekki skýrt
frá neinum fleiri kraftaverkum, fyrr en kemr að undr-
inu mikla, sem einstakt er í sinni röð og gnæfir upp yfir
allt hitt — dauða hans og upprisu.
í Jóhannesar guðspjalli er nálega undantekningar
laust viðhaft orðið tákn (teikn, jartein) — það kemr þar
seytján sinnum fyrir — „merki þess eða sýning“ (eins
og Treneli kemst að orði), „að guð sé nálægr og starf-
andi. Með því orði birtist allra skýrast hið siðferðis-
lega markmið kraftaverkanna, en sízt sá tilgangr, þá er
notað er orðið ‘undr’ um hið sama.“
f Jóhannesar guðspjalli ber allsstaðar mikið á guð-
dómi Krists. Ef til vill kynnum vér að neita guðdómi
hans, ef vér að eins hefðum guðsjijallið um konungdóm
Jesú (Matt.), guðspjallið um þjónustu sonarins (Mark.)
og guðspjallið um manndóm hans (Lúk.); en með þetta
guðspjall í liendi gætum vér það aldrei; og því er það, að
satan ræðst með svo mikilli áfergju á ritvissu fjórða
guðspjallsins.
Kraftaverkið, sem í því var fólgið, að afllausi maðr-
inn, er sjúkr hafði verið þrjátíu og átta ár, fékk lækning
við Betesda-laug á sabbatsdegi, liafði það í för með sér,
að yfirlýsing kom fram um það, að Jesús væri sonr guðs
og honum jafn; en út af því spannst svo rœðan dásam-