Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.04.1910, Page 12

Sameiningin - 01.04.1910, Page 12
44 GAMLA TESTAMENTIÐ SKOÐAÐ I ÞESS EIGIN LJÓSL Kafli úx bóhimni „The Problem of the Old Testament“ eftir dr. James J. Orr. Lausl. þýðing eftir G. G. Vér höíum nú litið yfir heimildarrit og sögu trúar bragða Israels, og höfum hjá hvorutveggja fundið sér- kenni, sem ekki er unnt að jafna við neitt, er liafi verið uppgötvað annarsstaðar. Nú förum vér feti lengra, og íhugum þá spurning, livort trúarbrögðin sjálf sé ekki iíka ein í sinni röð. Þeir einir, sem ekki liafa sett sig inn í anda þessarra trúarbragða, eða kunnað að meta afstöðu þeirra á við önnur trúarbrögð, munu bera á móti þeirri staðhœfing, að trúarbrögð Israels sé alveg einstök í sinni röð. Deilan er ekkíi um það, hvort þau eigi sinn líka eða ekki, heldr um hitt, hvort sérkennum þeirra sé þann veg varið, að þau hljóti að vera af sérstökum, yfir- nátíúrlegum rótum runnin. Vér munum þegar sjá, hvað gamla testamentið sjálft segir um þetta atriði. T. Sé einhver trúarbrögð frábær, mun frábærleiki þeirra sýna sig í því, sem þau vantar, ekki síðr en því, sem þau innihalda. Trúarbrögð Israels vantar margt, sem vér mætturn búa.st við að finna í þeim, ef j>au væri að eins eitt trúarkerfi meðal annarra. Svo sem að sjálfsögðu svipar mörgu saman í'ytra búningi, eins og áðr er tekið fram. í trúarbrögðum ísraels finnum vér musteri, prestastétt, ölturu, fórnfœringar, helgisiði, og margt fleira, sem samsvarar því, er þesskyns var í öðr- um trúarbrögðum. En er vér líturn inn fyrir þennan ytra búning trúarinnar, og sjúum hana eins og hún er í hjarta sínu, þá föllum vér ekki í stafi yfir því, sem svip- ar saman, heldr yfir hinu, scm gagnstœtt er. Ekki vilj- um vér telja eftir oss að kannast við það, sem betr fer í heiðnum trúarbrögðum. En hvort sem vér skipum þeim háan sess eða lágan, þá stendr sá sannleikr óhaggaðr, að í revndinni hefir lítið sem ekkert borið á hinum göfgari myndum þeirra; skurðgoðadýrkan, öfgafullar goðsagnir og margoft ósiðlegar, siðir og venjur svo spillandi sem mest mátti verða, hafa skipað þar öndvegi. Ekki þurf- um vér annað en að minnast á andadýrkun og kukl Babý-

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.