Sameiningin - 01.04.1910, Blaðsíða 13
45
lonru-mamia; á sképnudýrkim og feðradýrkun Egýpta;
á steinadýrkun, trjádýrkun, högg'ófmadýrkun, mannblót,
tilbeiðslusiði saurgaða lauslæti og sjálfskemmdum, er
hafa gegnsýrt flest trúarbrögð utan ritningaritinar. Eu
hve fjarri er slíkt trúarbrögðum ísraels. Fáir munu
dirfast að halda því fram, að trjádýrkun, steinadýrkun,
]löggormadýrkun, líkneskjadýrkun og þesskonar hindr-
vitni, láti mikið yfir sér á blaðsíðum biblíunnar. Vér
gefum það eftir, að þessir hlutir, eða sumir þeirra, komi
fyrir í biblíusögunni, — að örfá og óglögg merki þeirra
finnist á tíð feðranna. og Mósis, og að þeir sjáist aftr í
stœrra stýl á tímum almennrar hrörnunar, þegar fólkið
lét leiðast til hjáguðadýrkunnar og svívirðinga, sem
tíðkuðust meðal grannþjóðanna. En slíkt myndar alls
engan réttmætan þátt í trúarbrögðum Gyðinga, lieldr er
það ætfð látið sæta mótspyrnu, liarðlega vítt, og lýst
í bann, sem fráhvarf frá Jelióva. Hjáguðadýrkun
sætir hörðum dórni í elztu löggjöfinni; galdr, andasœr-
ingar og fréttaleitun af framliðnum er bannað. l)œmi
finnast til, að slíkt liafi verið stundað, svo sem húsgoð
Rakelar, sem hún stal frá Laban föður sínum, líkneski
Míka (Hóm. 17), og fréttaleitan Sáls hjá galdranorninnl
í Endor. En það eru stök tilfelli, sem ýmist eru leifar
fornra hindrvitna, eða brot gegn grundvallaratriðum
trúarbragðanna, eins og dœmi finnast til hjá öllum þjóð-
um á öllum öldum.
II. Vér orðlengjum ekki frekar þessi neikvæðu ein-
kenni ísraelstrúarinnar, en snúum oss að jákvœðu hlið-
inni, því þar hlýtr auðvitað að liggja ]jósasti vottrinn
um frábærleik hennar. Nœgilegt mun að gefa gætr að'
þrem grundvallarhugmyndum, sem ef til vill sýna einnu
liósast djúp það, sem staðfest er milli þessarrar trúar
og annarra trúarbragða.
1. Vér tökum fyrst það, sem efst liggr— hugmynd-
ina um einn guð. Það er í sjálfu sér stórvægilegt, ef
vér gáum að öhum þeim goðafjölda, sem dýrkaðr var
hvervetna annarsstaðar um víða veröld. Lítum á hin
fornu trúarbrögð Babýloníu, Assyríu og Egyptalandsr
eða á trúarbrögð frænda og nágranna ísraels, sem