Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.04.1910, Page 26

Sameiningin - 01.04.1910, Page 26
58 um pilti. Gyðingar eru engir skrælingjar. Eg skal fá aö vita meira um hann.“ • ÞRIÐJI KAPÍTULI. GaleiSuþrællinn. Það var fjóröi dagrinn síöan Astræa — svo hét galeið- an — lagði á staö í leiðangr þennan og var nú í xónska hafi á fleygiferð. Himininn var heiðr og hagstœðr vindr blés eins og hann bæri í sér velþóknan allra guðanna. Vel gat það komið fyrir, að flotanum yrði náð áðr en þeir kœmist í flóann fyrir austan eyna Cythera, þar sem ákveðið var að skipin skyldi mœtast. Hafðist því Arríus lengst af við á þiljum uppi og var nokkuð óþolinmóðr. Hann veitti öllu skipinu tilheyranda vandlega eftirtekt, og gazt honum að vanda vel að öllu. En er hann var í lyfting- unni og ruggaði sér í stólnum stóra þar, fór hann aftr og aftr að hugsa um rœðarann í sextugasta róðrarrúminu. „Þekkirðu manninn, sem rétt núna kom úr rúminu þarna?“ —. spurði hann róðrarstjóra. Það var einmitt á þessum tíma verið að skifta um menn í róðrarrúmunum. „TJr sextugasta rúminu?"—spurði róðrarstjóri. , ,Já.“ Formaðr leit hvössum augum á rœðarann, sem jxá kom fram. „Eins og jxú veizt“ — svaraði hann—, „er að eins mánuðr síðan skipið gekk af stokkunum, og mennirnir eru mér eins ókunnir og skipið.“ „Hann er Gyðingr“ — segir Arríus, og alvörugefnin skein út úr orðum hans. „Hinn göfugi Kvintus er skarpskyggn." „Hann er mjög ungr að aldri“ — bœtti Arríus við. „Og j)ó bezti rœðarinn, sem við höfum“ — sagði hinn. „Eg hefi séð árina hans bogna svo, að henni lá við að hrotna." „Hvernig er geðslag hans?“ . Hann »*r hlvðinn. Annað veit eg ekki. En einu fiun.i bað hann mig bónar.“ „Um hvað ?“ „Hann mæltist til, að eg léti hann róa hœgra megin og vinstra megin í skipinu til skiftis." , „Fœrði hann til nokkra ástœðu fyrir þeirri beiðni ?“ ,,Hann hafði veitt því eftirtekt, að jxeir, sem stöðugt j.;

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.