Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.07.1911, Blaðsíða 9

Sameiningin - 01.07.1911, Blaðsíða 9
137 stríðið að kenna. Þeir hafi verið ótrúir hinni nppruna- legu stefnu, og þvoi nú hendr sínar hreinar af allri á- byrgð einsog Pílatus. Og varpi öllu á þá, sem trúir hafi verið og sé að leita sannleikans. En ekld virðast þeir vita neitt um það, að þeir gjöri öðrum rangt til, lieldr álíta, að þeir sé að leita sannleik- ans og leiðist af anda hans. Eg trúi því, að þeir sé einlægir, þegar gefið er í skyn, að þetta sé nýrri og betri eða þroskaðri tegund af kristindómi. Dœmi deg- inum Ijósari eru til hjá oss, sem sýna, að ekki sé talað útí liött. Svo eru líka dœmi þess, að guðfrœðingar hinnar nýju stefnu geti verið einlægir, er þeir halda því fram, að hið nýja við stefnuna snerti aðeins formið eða bún- inginn. Eitt slíkt dœmi rakst eg nýlega á frá Þýzka- landi, liöfuðbóli nýju guðfrœðinnar. Það er játning prests eins þar, er hann birti ekki alls fyrir löngu. Hún birtist nú hér, og er á þessa leið: „Það var í dyrnbilvikunni (vikunni næst á undan páskunmn). Eg var að búa undir rœðu mína fyrir föstudaginn langa. Eg vandaði mig, af því eg fann til hinnar miklu ábyrgðar, sem einkum hvílir á prédikar- anum þann dag. Fram á það sýndi eg, að Jesús hefði verið meira en spámaðr, er gekk í dauðann sannfœring- ar sinnar vegna; meira en hetja, sem deyr með hug- prýði, og að eingöngu orðin þessi: „fyrir yðr( ‘, birti oss leyndardóm dauða hans. Það væri krossinn, er skap- að hefði trúarbrögð hjartans og samvizkunnar. Það væri krossinn, sem kennt hefði oss að trúa á miskunn guðs og opnað hefði oss veginn til föðursins. Og frá krossinum kœmi kraftrinn, sem lieigaði og endrnýjaði líf vort. Meðan eg var að rita, fylgdi hugr allr máli. „f prédikunarstólnum fann eg til gleði þeirrar, sem aðeins er fundið til á hinum miklu augnablikum prests- þjónustunnar. Að vísu prédikaði eg ekki kenning þá, sem ahnennt er viðtekin, en ekki lieldr heinlínis skyn- semistrú. Prédikun mín veitti andlega nœring, og það, sem henni var ábótavant að því er rétttrúnað snertir, bœtti upp hiti og sannfœringarafl. Fullyrt get eg, að

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.