Sameiningin - 01.07.1911, Page 17
145
því, sem Jesús segir nm baráttu þá, er liggi á leið krist-
inna manna, bann liikar sér ekki við að ganga í kristinn
söfnuð, þótt þar sé ófriðr. Hann lítr á allt stríðið útaf
málefni trúarinnar í söfnuðinum sem kross, er hann
hafi heilaga skyldu til að bera.
Mannfélagið alJt er fullt af erviðleikum. Hví skyldi
þá safnaðarlífið vera einsog sléttr vegrf
Jesús Kristr hefir lagt líf sitt í sölurnar fyrir þig,
og þú vilt ekki þola svolitla erviðleika í félagslífinu
fyrir hann!
Mér er ómögulegt að vinna rneð safnaðarfólkinu.
Söfnuðrinn er víst svo vondr. að þú vilt ekki vera með
slíku fólki. Margt má með réttu að safnaðarfólki finna.
Sumt af ]>ví er léttúðugt, sumt drottnunargjarnt og
margt fleira má finna því til foráttu. Setjum svo, að
þú sért laus við þessa galla; setjum svo, að þú sért stað-
fastr, sannkristinn maðr; livern rétt liefir þú þá til að
svifta málefni drottins í söfnuðinum öllum þeim styrk,
sem slík einkeuni gæti veitt því ? Hvenær hefir guð í
heilögu orði sínu gefið þér rétt til að grafa pund þitt í
jörðu? I’rammi fvrir guði verðr þú að gjöra grein
fyrir því, livað þú hefir fyrir þig að bera, er þú neitar
því að leggja málefni lians lið.
Vel getr verið, að sökum ýmsra erviðleika í safn-
aðarstarfinu fari bezt á því, að sumir jnenn leggi niðr
embætti, en að fara úr söfnuðinum er allt annað mál.
Ef þú liugsar meira um Jesúm Krist en sjálfan þig
og reynir fyrir hans sök að lenrpa lund þína, og ef þú
leitast ávallt fremr við að sjá það lijá mönnum, sem gott
er, en að einblína stöðugt á galla þeirra, þá veit eg, að
þú getr unnið að kristindómi með safnaðarfólkinu. Var-
astu að kenna safnaðarfólkinu um það, sem kann að
vera syndsamlegr geðbrestr hjá sjálfum þér.
Söfnuðrinn hefir prest, sem ekkert hrífr mig. Þessi
ástœða er víst, að þínu áliti svo sterk, að henni verði
ekki svarað; því þér er allt of gjarnt til að hugsa, að
söfnuðrinn sé til aðeins fyrir prestinn, og ef prestrinn
bilar, Imgsar þú, að söfnuðrinn sé til einskis. Þú liugs-
ar þér, að söfnuðr sé stofnaðr aðeins til þess að hafa