Sameiningin - 01.05.1912, Blaðsíða 3
67
byggðir V ‘ Þessu fékkst þú ekki svarað. Þú varst
tilneyddr að kannast þar við óskeikula eðiislivöt fugls-
ins.
Og mun þá eðli mannsins svo miklu skeikulla en
eðli skepnunnar, að ekki megi treysta því? Eilífðar-
þörfin er ekki manneðlinu minni en sól-landa-þörfin er
fuglinum. Og mun bann, sem eðlið skóp livorum-
tveggja, ekki hafa livorumtveggja séð fyrir fylling
þarfarinnar?
Um allan lieim og á öJlum öldum liefir ódauðleika-
vonin búið í brjóstum manna. Forn-Egyptar höfðu
hugann fastan við bin ókunnu lönd hinum-megin
hafsins. Grikkir og Eómverjar tileinkuðu mönn-
um ódauðleik guða sinna. Jafnvel villimaðrinn trúir á
veiðistöðina góðu eftir dauðann. 1 nærri öllum mönnum
er ósvæfandi meðvitund nm annað líf. Fyrst guð hefir
skapað þessa meðvitund, Jilýtr liann einnig að hafa fyr-
irbúið veruleikann. Svo er það með allt annað, sem
vér náum til. Þegar guð skóp augað, skapaði hann
einnig ljósið handa því; þegar hann tilbjó eyrað, tilbjó
hann einnig öldur loftsius til að berast því; þegar hann
gaf manninum þessa sterkustu þrá í hjarta sitt, fyrir-
bjó hann henni uppfylling í öðrum heimi. Ekkert skáld-
mæli er sannara en þetta hjá Steingrími:
„Yonin sjálf er vonar-fvlling nóg,
von uppfyllir sá, er von til bjó.“
Hér er rökrétt álvktan um orsök af afleiðing.
Tennyson lávarðr, eittJivert andríkasta skáld á
enska tungu, komst svo að orði: „Sé guð til, og hafi
hann skapað þessa óslökkvandi þrá í hjarta mannsins
án þess að fyrirbúa henni uppfylling í öðru lífi, þá get
eg ekki framar trúað noklírum hlut; þá er guð ekki guð,
heldr. djöfull, sem kvelr menn; eg myndi þá steyta
krepptan linefa framan-í hann og bölva honum; og í
kvöld myndi eg bera klóroform að vitum mínum og enda
líf mitt.“ Og er Tennvson harmaði Arthur œskuvin
sinn einsog Davíð hafði harmað Jónatan, mælti hann:
„Hvar er nú Arthur, lijartans vinr minn, bókmennta-
snillingrinn mesti, dáinn í œsku? Hann 0g