Sameiningin - 01.05.1912, Blaðsíða 28
92
a'ð borga það, sem hann tapaði, og að dœmi Drúsusar sneri
Sanballat sér til ræöismannsins, sem enn hefir málið til í-
hugunar. Þeir af Rómverjum, sem réttsýnni eru, telja þá,
er mótmælin komu meS, ekki hafa neitt til síns máls, og
allir andstœðu flokkarnir eru þar á einu máli. Hneykslið
er orðið hljóSbært um borgina alla.“
„Hvað segir Símonídes?" — spurði Ben Húr.
„Húsbóndi minn hlær og unir því vel, sem gjörzt hefir.
Greiði Rómverjinn féð af hendi, er hann orSinn aö engu;
skorist hann undan, er mannorö hans farið. Úrskurðr
verðr felldr samkvæmt hyggindareglum rómversku stjórn-
arinnar. Að styggja almenning Austrlanda væri slæm
byrjan í viSreigninni við Parþa; aö styggja Ilderim myndi
œsa íbúa eyðimerkrinnar gegn Rómverjum, en um land
þeirra yrSi Maxentíus að fara með herlið sitt og búast þar
til ófriðarins. Því var það, aS Símonídes baS mig segja
þér, a8 þú skulir engu kvíða; Messala greiðir féð.“
Ilderim varð undireins í góðu skapi einsog hann átti
að sér.
„Förum nú á stað“ — mælti hann og neri hendrnar.
„Símonídes sér einsog þarf fyrir því, sem hér er að gjöra.
Við hljótum frægðina. Eg læt sœkja hestana."
„Bíddu“ — sagði Mallúk. „Eg* skildi sendimann einn
eftir úti. Viltu lofa honum að tala við þig?“
„Sem eg em lifandi maðr gleymdi eg honum.“
Mallúk vék sér burt, og á eftir honum kom sveinn
nokkur, kurteis í framgöngu, með veiklulegum svip; hann
kraup á kné með annan fótinn og tók til máls þýðlega;
„íras, dóttir Balthasars, sem vel er kunn hinum göfuga
herra Ilderim, hefir trúað mér fyrir skilaboðum til sjeiks-
ins; kvað hún hann gjöra sér mikinn greiða með því að
veita viðtöku heillaóskum hennar út-af sigri þeim, sem
gœðingar hans fjórir hafa unnið.“
„Væn er dóttir vinar míns“— mælti Ilderim með tindr-
andi augum. „Fáðu henni þennan gimstein til jarteikna
um það, hvílíkr unaSr mér er að orðsendingunni frá
henni.“
Um leið og hann mælti þetta dró hann hring af fingri
sínum einum.
„Eg skal gjöra það, sem þú segir, herra sjeik!“ —
svaraði sveinninn og hélt áfram; „Dóttir Egyptans fól
mér enn fremr þetta. Hún biðr hinn göfuga herra, Ilderim
sjeik, að skila því til hins unga manns Ben Húrs, að faðir
hennar hafi um hríð setzt aS í Iderní-höll, og aS þar skuli
hún á morgun eftir fjórSu stund veita honum viStöku. Og
gjöri Ilderim sjeik svo vel samfara heillaóskum hennar aS