Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1912, Blaðsíða 2

Sameiningin - 01.05.1912, Blaðsíða 2
66 veruleik þess, sem á þann hátt er fyrirmyndað. Og svo er með meðvitund manns um annað líf. Ógurleg var gröfin, sem opnaðist um daginn á tveggja mílna dýpi og svalg í sig hafskipið stœrsta og sextán hundruð mannslíf. Þá leið andvarp upp frá brjósti mannkynsins. Það vita menn seinast um menn- ina á skipinu, að þeir léku á lúðra og‘ sung-u: „Nearer, my God! to Thee.‘ ‘ Ósjálfrátt bergmálar nú þessi söngr í brjóistum manna nær og fjær, og menn geta ekki trúað því, að þeir allir, sem þarna hurfu í hafið, sé að eilífu horfnir. Vér getum ekki annað en trúað því, að jafnvel á botni hafsins sé guð og lífið. „Gjöri eg undirdjúpin að legurúmi mínu, þá ert þú þar.“ Og þó verðr meðvitundin um ódauðleikann enn skýrari, þegar dauðinn, sem vér köllum, kemr fast að oss sjálfum. Þegar moldin skall á kistulokið við greftran ástvin- ar þíns, fannst þér sem hrollr fara um lijarta þitt, er þegar yar þvínær brostið af sorg. En samt brauzt ó- sjálfrátt fram í liuga þinn sú hugsun: „Hann er ekki dáinn; eg sé hann aftr og veit hann lifir.“ Þú hefir setið í lieilagri leiðslu út-við gröfina, sem lengi hefir gevmt leifar vinar þíns. Þú leitaðir svars hjá öllu á himni og jörðu upp-á spurning lijarta þíns. Lítið blóm hafði sprottið f kvrrþey á leiðinu. Hjarta þitt fór að tala við blómið. Blómið sagði við þig: „Eg dó og lifnaði aftr. Fegrð mín og ilmr minn hefir sprottið upp-af dauðanum. Áðr lifði eg í litlu fræ- korni; þröngt var þar um mig og eg hafði ekkert út- sýni; en svo dó frækornið mitt, svo eg fengi að lifa í þessarri dýrð, sem þú nú sér.“ Og er blómið hafði þetta mælt, flaug fugl að leiðinu til þín. Þér fannst, fuglinn storka sálu þinni með söng sínum, og þú spurðir fuglinn einsog blómið: „Þegar maðrinn deyr, lifnar hann þá aftr?“ Og fuglinn sagði við þig: „í eðli mínu er meðvitund, sem eg ekki get út- skýrt. Hví flaug eg suðr í sólarlönd í haust, þegar vetr- arliríðarnar voru í nánd? Og hví kom eg hingað aftr snnnan frá sólu. þegar vorblíðan var komin í norðr-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.