Sameiningin - 01.05.1912, Blaðsíða 16
8o
sem vér trúum á kærleik luins og flýjum algjörlega í það
liæli, því meiri af vorri liálfu fögnuðr hans jafnframt
því er vér aukum fögnuð lieimsins og sjálfra vor. Eina
slysið, sem verulega getr skaðað oss, er slys það, er vér
verðum fyrir við það að efast um kærleik guðs.
------o------
Gamalmenna-hælið.
Gamalmennahælis-nefnd kvenfélags Fyrsta lúterska safnaðar í
Winnipeg hélt fund hér í bœnum með djáknanefndinni aS kvöldi
miðvikudags 8. þessa mánaðar. Á fundi þeim voru einnig hr. Ólafr
Eggertsson og séra Rúnólfr Marteinsson, svo og prestr safnaðarins.
Eftir nokkrar umrœður varð þetta þar að samþykkt:
„Til þess að hrinda hælis-málinu á stað sé hið bráðasta sett
fimmtán manna nefnd til nýrra og framhaldandi framkvæmda í
þeim efnum. En nefnd sú sé þannig kosin: Kvenfélagið kýs úr
sínum hópi átta konur, en þær átta kjósi sjö til viðbótar í nefndina.
Kvenfélagskonurnar hafa í því vali algjörlega óbundnar hendr, og
geta þær því kosið karlmenn og kvenmenn jöfnum höndum utan safn-
aðar vors og kirkjufélags jafnt sem innan, eftir því eingöngu, sem
bezt virðist til framkvæmdarsamrar og heppilegrar samvinnu. Jafn-
óðum og einhver úr hinni fullmynduðu fimmtán manna nefnd fellr
frá eða segir af sér kýs nefndin meðlim í hans eða hennar stað, og
er í því tilliti þess aðeins að gæta, að ávallt sé í framkvæmdarnefnd-
tnni — eða stjórnarnefndinni — átta konur úr kvenfélaginu."
Hælis-nefndin, sem verið hefir, lagði tillögu þessa fyrir kven-
félagsfund 15. Maí, og var þar góðr rómr að henni gjörðr, og hún
samþykkt án breytinga í einu hljóði. Síðan kaus fundr sá í hælis-
nefndina nýju eins margar konur og samþykkt var að sé úr því fé-
lagi framvegis. Viðbótin verðr af þeim átta kosin hið bráðasta, og
nöfn allra í 15 manna nefndinni síðan birt almenningi.
Mrs. Lárenlína Mikólína Sigurðardóttir, eiginkona Magnúsar
Markússonar, sem lengi hefir búiö í W.peg, lézt á Gimli, 46 ára göm.
ul, 26. Apríl eftir mjög langvinnan sjúkdóm — lungna-tæring. Hin
látna kona var einkar mikils metin. Jarðarförin frá Tjaldbúðinni
hér í bœnum.
26. Apr. lézt einnig á hælinu fyrir hrjóstveikt fólk í Ninette,
Man.. Helga S. Johnson, stúlka um tvítugt, vel gefin, héðan úr W.-
peg; hingað var því Iíkið flutt til greftrunar og fór útförin fram
frá heimili fóstrforeldranna (í Ellice Ave.J.
4. Maí dó Halldóra Thorsteinsson, ung stúlka og væn, 26 ára
að aldr:, hér í Winnipeg, úr skarlats-sótt, frá móður sinni, Mrs.
Hi'di Thorsteinrson, sem þá var nálega liggjandi. Hið skyndilega