Sameiningin - 01.05.1912, Blaðsíða 13
7"
skeyta sinna — og er saga sú sögð hér einsog lnin er
komin frá aðstoðarmanninum:
„Mér fannst nú til þess kominn tími að litast urn
og gæta að, hvort nokkuÖ sæist laust, er fljóta myndi.
Bftir því mundi eg, að sérhverjum skipverja hafði verið
lagt til björgunarbelti, og hver einn þeirra lilyti að vita,
hvar það væri. Mitt helti væri undir fleti mínu. Eg fór
þangað og tók það. Þá kom mér í hug, hve kalt væri í
sjónum.
„Þess minntist eg, að eg hafði stígvél þar við hönd-
ina, og fór eg í þau. Eg sá Phillips þarsem hann stóð
enn; hann var að senda frá sér skeyti sín og skýra þeim
a Carpathia nákvæmlega frá því, hvað oss leið.
„Yér fundum Olympic og létum skipverja þar vita,
að skip vort með framstafni á undan væri að söklcva, og
væri þá og þegar allt í kafi. Meðan Phillips var að
senda skeyti sín, spennti eg björgunarbelti hans um
bakið á honum. Áðr hafði eg komið honum í yfirhöfn
hans.“------
„Nú barst mér til eyrna rödd skipstjóra: ‘ Þið haf-
ið gjört það, sem skylda stóð til, góðir menn! Þið getið
ekkert meira. Parið út-úr herbergi ykkar. Nú er fyr-
ir hvern einn að annast eigið líf sitt. Bjargið ykkr
sjálfum, ef þess er kostr. Eg veiti ykkr lausn. Svo
hlýtr það að vera, er eins stendr á og nú. Hver að
hugsa um sjálfan sig úr þessuV‘
„Eg litaðist um. Báta-þilfarið var í sjó. Phillips
lirœrðisti hvergi, lieldr hélt skeyta-sendingTim sínum á-
frarn. Hann hélt sér kyrrum á að gizka tíu mínútur
eða jafnvel fimmtán mínútur enn eftir að sldpstjóri
hafði veitt honum lausn. Sjórinn var nú að koma inn-í
klefann okkar.“
„Hann var maðr liugrakkr. Við kynni þau, sem eg
hafði af honum þessa nótt, varð mér frábærlega vel til
hans, og eg fylltist dýpstu lotning fyrir honum, er liann
stóð þar grafkyrr við starf sitt eftir að allir aðrir voru
komnir í uppnám og höfðu að meira eða minna levti
sleppt sér. Svo lengi sem mér endist aldr, mun eg á-