Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1912, Blaðsíða 8

Sameiningin - 01.05.1912, Blaðsíða 8
72 í einu er lyft upp kyndli að kyndlinum loganda og kveikt á, og svo er kveikt á hverjum kyndlinum á fœtr öðrum, unz kirkjan öll, sem fyrir skömmu var á valdi myrkrsins og þagnarinnar, Ijómar af liundruðum logandi blysa og ómar af fagnaðar-látum; því frá öllum mönnum kveðr við kallið: „Kristr er upprisinn! Kristr er upprisinn! Drottinn er sannarlega upprisinn!“ Svo ganga allir út-úr kirkjunni með kyndla sína logandi, hlaupa með þá út-um stræti borgarinnar og út-á þjóðvegu, og kveikja á kyndli hvers manns, sem þeir mœta og kyndli er búinn, unz borgin og hverfin í kring ljóma af ljósum, sem öll eiga upptök sín hjá hinni tómu gröf hans, er dó og var grafinn, en uppreis aftr á þriðja degi, drottins vors og frelsara Jesú Krists. Siðr þessi er eflaust gamall. En sannleikrinn, sem hann á að sýna, er bæði gamall og nýr. Þótt tímarnir breytist og vér með þeim, og nýir siðir taki við af göml- um, þá er og verðr sannleikrinn sá óbreytilegr um aldir meðan heimr stendr, að ljós eilífs lífs og eilífs fagnaðar strevmir út-frá hinni tómu gröf Jesú Krists eða frá liinni Mkamlegu upprisu hans. — Við aðra upprisu hans kannast ekki nýja testamentið. Hjá hinni tómu gröf kviknaði á trúar-kyndlum fyrstu lærisveina Jesú. Fyrir trúna á hann upprisinn áttu þeir Ijós eilífs lífs í sér og logandi kyndla að bera út-um stræti og þjóðvegu til þess að kveikja ljós í borgum og býlum, í höllum og hrevsum, hjá konungum og kotung- um. Kyndillinn stóri og logandi, sem þeir hafa gefið heiminum og upprisu-ljósið ljómar af, er nýja testa- mentið allt. Það kveikir á ljóslausum „kyndlum“ mann- anna, þörf þeirra á ljósi eilífa lífsins og þrá þeirra eftir því, þegar þeir f einlægni hjarta síns leita Ijóssins og ljúka upp fyrir því. Án Jesii Krists. mannsins sonar og guðs sonar. sem dó fyrir syndir vorar og uppreis oss til eilífs lífs, einsog n. test. málar hann upp fyrir oss og boðar hann, erum vér mennirnir í myrkri og berum Ijóslausa „kvndlaí£, þrátt fyrir alla upplýsing vora aðra, sem vér miklumst

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.