Sameiningin - 01.05.1912, Blaðsíða 9
73
svo mjög af. Og ekki fyrr en Inann mecS Ijósi orðs síns
fær að kveikja á „kyndlum'' vorum verðum vér í ljósi og
þess um komnir, að flytja ljós öðrnm mönnum, svo að
á „kyndlum' ‘ þeirra kvikni. En loganda kyndil eigum
vér allir að bera — vér, sem trúum á drottin Jesúm, dá-
inn og upprisinn.
11.
Spakmæli eitt á latínu bljóðar svo: Vita sine literis
somnus, sine Christo mors est, en lauslega þýtt á ís-
lenzku: Maðr, sem ekkert les, er sofandi, en sá, sem er án
Krists, er dauðr.
Merkr nútíðar-rithöfundr, Harold Begbie, befir orð
þessi letruð á veggnum í skrifstofu sinni, og befir gjört
þau að einkunnar-orðum sínum. Mannlífið þekkir bann
á œðri stöðum, þá hlið þess, sem björt er talin; en bina
hliðina þekkir hann líka, svörtustu hliðina, lífið á lægstu
stöðum, og' því hefir hann lýst. Og vitnisburðr hans er
sá, að Jesús Kristr einn gjöri manninn í sannleika að
lifanda manni. Á engu ríði því meir en að hann fái að
komast inn-í mannlífið og gjöra mennina lifandi.
Jesús Kristr einn hefir fullkomlega fullnœgt því
heilaga lögmáli lífsins að þjóna öðrum og láta líf sitt til
lausnargjalds fyrir marga. Dauðinn gat því ekki haldið
honum. Hann, hinn heilagi, sá ekki rotnan, heldr reis
hann upp í dýrð og leiddi í ljós lífið og ódanðleikann.
Og af því hann lifir, veitir hann eilífa lífið öllum þeim,
sem leita til hans og þiggja vilja lífið að gjöf frá hon-
um. Fyrir líf hans, sem hann gefr þeim, verða þeir
lifandi og fara að hlýða hinu sama heilaga lögmáli lífs-
ins og liann — að þjóna öðrum í kærleik til guðs. Sá,
sem lifir sjálfum sér, er dauðr maðr. En sá, sem fyrir
trúna á Jesúm Krist hefir eignazt hann og líf hans, getr
ekki lifað sjálfum sér, nema hann afneiti Jesú og deyði
lífið í sér. Með því að lifa drottni lærir hann æ betr að
þekkja kraft upprisu hans og getr vitnað fyrir sjálfs-
reynd: Drottinn er sannarlega upprisinn.