Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1912, Blaðsíða 12

Sameiningin - 01.05.1912, Blaðsíða 12
76 klukkustundum, að ekkert slys á sjó, er til þekkist, kemst þar í neinn samjöfnuð. Maðr, sem komið hafði með konu sína á þilfar upp og hjálpað lienni í björgunar- bátinn einn, varð þess vís, að engar konur aðrar biðu, og tók liann sér þá autt sæti í bátnum við hlið bennar. En er bátrinn skyldi látinn niðr, kom kona ein hlaup- andi fram-úr stigagöngunum frá lyftingunni. Þá lyfti maðrinn óðar upp hendi, stöðvaði þá, sem voru að lo-sa um bátinn, sté úr bátnum og hjálpaði henni, er þar bar að, til sætis þarsem hann áðr hafði komið sér fyrir. Eiginkona hans reyndi til að koma sér úr björgunar- bátnum með honum, en með kyrrlátum orðum, er hann talaði til hennar, tókst' honum að aftra henni frá því; og svo skildu þau — í síðasta sinn hér í heimi. Enginn nema guð einn í kærleik sínum fær skilið harmkvæli konu þeirrar eða angist þeirra mörgu hundr- aða, sem björguðust af eða týndust. En guði er það allt út-í æsar kunnugt, og víst hefði hann ekki leyft, að þetta kœmi fyrir, ef hann hefði ekki elskað þær manns- sálir enn meir en nokkrum af oss hefir í hug eða hjarta komið. Kærleikr guðs birtist skýrt í því endrskini guðdóms- dýrðarinnar, sem svo dásamlega brá fyrir þá miklu nótt í framkomu margra annarra mannslifa. En sér á parti er að nhnnast mannanna, sem unnu að sending þráð- lausra skeyta á Titanic, einkum aðalmannsins við það starf, Phillips að nafni; það, sem hann og félagi hans gjörði, ber einsog af öllu öðru. Eftir að skipið rakst á jakann, lét Phillips út-í nætrgeiminn skeyti um það, að skipið væri í nauðum statt. Tíorium var svarað frá CarpatMa, og sendi hann þá aðstoðarmann sinn Harold Pride til Smith’s skip- stjóra og lét hann hvað eftir annað vita um allt, sem honum og þeim á hinu skitnnu fór á milli. Eftir því, sem véla-klefar Titanic’s fvlltust sjó, varð samtal með þráðlausu skevtunum torsóktara; en Phillips hélt starfi sfnu áfram. Aðstoðarmaðrinn fór fram og komst að raun um, að sjór var þegar nálega kominn unp-á báta- þilfari. Engu að síðr vann Phillips enn að sending

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.