Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1912, Blaðsíða 10

Sameiningin - 01.05.1912, Blaðsíða 10
74 Kærleikr guðs í slysinu mikla á sjónum. Eitstjórnar-grein í Sunday School Times, þýdd. Gruð er faÖir, en ekki kraftr. Samkvæmt ákveðnu lögmáli starfar hann, en það lögmál skóp hann sjálfr; og hann er kærleikrinn. Um blint lögmál og ósveigjan- legt, sem starfanda sé í alheimi, er ekki að rœða, því al- heimrinn er guðs og hver ein smáögn hans. Ekki gjör- ist neitt í alheimi nema að ráðstöfun guðs þessa hins kærleiksríka eða samkvæmt leyfi hans, sem einsog þeg- ar var sagt ekki er „lögmál“, lieldr persóna—faðir—■, sem svo er farið, að hann er kærleikrinn einber og sér- liver atliöfn lians af kærleik framleidd. Væri þetta ekki svo, þá myndi vonin devja út; lífið yrði þá að stórfelldri, miskunnarlausri vél — eða öðru enn verra: að óskiljan- legri hlutaveltu, sárgrætilegu talnaspili. En þarsem guð er kærleikrinn, og í tilbót almáttugr, og ávallt til taks, þá verðr lífið þeim öllum, er það vilja, stöð sigrvinn- inga, sem enginn og ekkert fær móti staðið, og kærleikr guðs varpar ljósi yfir livert atvik lífsins og gjörir það vegsamlegt. 1 því birtist dýrð fagnaðarboðskaparins um kærleik guðs í Jesú Kristi, að vér eigum þess kost að þekkja guð föður svo fullkomlega, að vér getum öruggir og án þess að hika oss neitt hið minnsta treyst œðstum kærleik hans, hverri ógæfu eða sorg sem vér verðum fyrir, og liversu skyndilega og algjörlega sem vonum vorum eða fyrirætlunum kann að vera kollvarpað. Og ekki er það lieldr svo, að vér þurfum að treysta þessu algjörlega í blindni — þótt vér með fögnuði förum leiðar vorrar í trúnni, óskelfdir, í niða-dimmu, er kærleikr guðs kreflst þess. Hinsvegar krefst guð slíks ekki jafnaðarlega. Hann sýnir oss og sannar kærleik sinn svo oft og í svo margvíslegum ástœðum, að vér getum hœglega séð hann, ef oss er um það hugað.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.