Sameiningin - 01.05.1912, Blaðsíða 17
8i
fráfall Halldóru. var mjög raunalegt. Með þessarri dóttur hefir
Mrs. Th. misst öll börn sín úr síöara hjónabandi. Lík Halldóru var
flutt til greftrunar vestr í Argyle-byggð, þarsem hiS góðkunna
heimili þeirra mœðgna var áðr.
Herdís Guðmundsdóttir, ógift, 45 ára að aldri, andaðist í Lin-
coln County, Minn., á heimili Bjarna Guðmundssonar, bróður síns,
25. Febrúar. Hafði lengi verið heilsutæp og sannr krossberi. Guð-
hrædd og góð kona.
Það hörmulega slys varð í Marshall síðdegis 13. Marz, að Ólavía,
Ólafsdóttir Anderson lenti í eldi og brann svo skaðlega, að hún beið
bana af á næsta morgni. Hún var ekkja Einars Árnasonar ('Ander-
sonj frá Rjúpnafelli í Vopnafirði fd. 27. Okt. 1897JÍ Var fœdd að
Skálanesi í Vopnafirði 25. Okt. 1853. Þau hjón voru með frum-
byggjunum íslenzku í Marshall og var heimili þeirra um mörg ár
sem miðstöð félagslífsins þar. Nú í sjö ár hafði Ólavía verið ráðs-
kona á heimili ríkishjóna enskra í Marshall, Mr. og Mrs. James
Burchard, og þar á heimilinu varð slysið. Ólavía var rausnarkona,
trygglynd og trúrœkin. B. B. J
Valgerðr Hannesdóttir fprests Jónssonar í Glaumbœ í Skaga-
firðiJ lézt að Akra pósthúsi í N.-Dak. 10. Marz síðastl. úr elli-
lasleik, hjá Hannesi syni sínum, og fór greftran hennar fram hinn
16. — Valgerðr heitin var ekkja Björns Pálssonar læknis, er hafði
verið á Siglufirði og viðar; átti með honum 3 börn; eitt þeirra er
dáið, en tvö lifa hana: Hannes, sem þegar var nefndr, og Margrét
gift norskum manni í Iowa. Valgerðr kom til Vestrheims árið 1905
og hefir dvalið hjá syni sínum hér á Akra. Hún var vel greind og
vönduð kona, en var veik öll árin hér vestra. Kross sinn bar hún
með guðrœkni og undirgefni undir vilja guðs. H. B. Th.
Kristján, sonr Kristjáns Gabríelssonar og konu hans Halldóru í
Kristnessveit, Sask., andaðist 13. Febr. á Almenna spitalanum í
W.peg af afleiðingum af mislingum. Var fœddr hér í landi, 16 ára.
Efnilegr og vænn piltr. Tilheyrði Kristnessöfn.
Guðjón Gíslason lézt 1. Marz á heimili sínu nálægt Mozart, 63
ára gamall. Hann var fœddr að Ytra-Lóni á Langanesi. Bjó lengst
á íslandi í Gunnólfsvík í N.-Múlasýslu. Lætr eftir sig ekkju, tvo
syni og unga fóstrdóttur. Maðr vel gefinn, en fáskiftinn. Til-
heyrði Sléttusöfnuði. ÓBanamein: lungnabólga.J
Guðrún Jónsdóttir Jackson, kona Þorleifs Jackson (Jóakims-
sonarj, andaðist, 66 ára gömul, á heimili sínu í Kristnessveit 25.
Marz. Banamein hennar var langvarandi lungna-sjúkdómr. Fœdd
á Berufjarðarströnd í Suðr-Múlasýslu. Hjálpfús kona og góðhjört-
uð. Tilheyrði Kristnessöfnuði.