Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1912, Blaðsíða 19

Sameiningin - 01.05.1912, Blaðsíða 19
83 Sunnudagsskóla-lexíur. Lexía 2. Júní: Hrœsni og einlægni — Matt. 6, i—18. i. GætiS yöar, a,S stunda elcki réttlæti yðar fyrir mönnum, ti'l þess að; verða sénir af þeim; annars hljótið þér ekki laun hjá föður yðar, sem er á himnum. 2. Þegar þú gefr öknusu, þá lát ekki blása í básúnu fyrir þér, einsog hrœsnarar gjöra í samkund'- um og á götum, til þess að þeim hlotnist heiðr af mönnum. Sannlega segi eg yðr, þeir hafa sín laun út tekið. 3. En þegar þú gefr ölmusu, þá viti vinstri hönd þín ekki, hvað hœgri hönd þín gjörir, 4. til þess aS ölmusa þín sé í leyndum, og faSir þinn, sem sér í leyndum, mun endrgjalda þér. 5. Og þegar þér biðjizt fyrir, þá verið ekki einsog hrœsnar- ar, þvíað þeim er ljúft að biSjast fyrir standandi i samkundum og á gatnamótum, til þess að verða sénir af mönnum. Sannlega segi eg ySr, aS þeir hafa sín laun út tékið. 6. En þegar þú biSst fyrir, þá gakk inm herbergi þitt, og loka dyrum þinurn og bið föður þinn, sem er i leyndum; og faSir þinn, sem sér í leyndum. mun endrgjalda þér. 7. Bn þegar þér biðjizt fyrir, þó mðhafið ekki ónytju-mœlgi, einsog heiðingjarnir, þvíað þeir hyggja, að þeir muni verða bænheyrðir fyrir mælgi sína. 8. Líkist því ekki þeim; þvtað faðir yðar veit, hvers þér þurfið, áðr en þér biðjið hann. 9. Þér skuluS því biðja þannig. Eaðir vor, þú sem ert á himnum! helgist þitt nafn ; 10. tilkomi þitt ríki; verði þinn vilji, svo á jörSu sem á himni; 11. gef oss í dag vort daglegt brauS; 12. og fyrirgef oss vorar skuldir, svosem vér og höfum fyrir- gefið vorum, skuldunautum; 13. og leiS oss ekki i freistni, helldr frelsa oss frá illu. 14. ÞvíaS ef þér fyrirgefið mönnum þeirra misgjörðir, þá mun ySar himneski faðir einnig fyrirgefa ySr. 15. En ef þér ekki fyrirgefið mönnum þeirra misgjörSir, mun faSir yðar ekki beldr fjyrirgefa ySar misgjörSir. 16. En er þér fastiS, þá veriS ekki svipþungir einsog hrœsn- arar, þvíaS þeir gjöra ásjónur sínar torkennilegar, til þess1 aö mennirnir geti séð, að þeir fasta; sannlega segi eg ySr, aS þeir hafa sín laun úttekið. 17. En er þú fastar, þá smvr höfuð þitt og þvo andlit þitt, 18. til þess að mennirnir sjái ékki, aS þú fast- ar, heldr faðir þinn, sem er í leyndum, og faSir þinn, sem sér í leyndum, mun endrgjalda þér. Les: Lúk. 11, 1-4. — Minnistexti: Gœtið yðar, að stunda ekki réttlæti yðar fyrir mönnum, til þess að verða sénir af þeim; annars hljótið þér ekki laun hjá föður yðar, sem er á himnum. Hvernig vér eigum að gefa (1.—5. v.J. Sá, sem gjörir gott til aS sýnast fyrir mönnum, hann drýgir líka syndir, sem hann hylr fytir mönnum’ — en skeytir ekki um guð, sem allt sér. Hann setr mennina ofar guði. — Ef vér gjörum góSverk opin-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.