Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1912, Blaðsíða 29

Sameiningin - 01.05.1912, Blaðsíða 29
9 93 þig'g'Í3- þakklæti frá henni fyrir þennan annan greiöa af hálfu hans, þá sé það henni frábært fagnaðarefni.“ Sjeikinn leit til Ben Húrs, sem roðnaði í framan út- undir eyru af ánœgju. „HvaS ætlarðu aS gjöra?“ — spurði Ilderim. „MeS góSu leyfi þínu, herra sjeik! ætla eg aS fara á fund hinnar egypzku meyjar.“ Ilderim hló og mælti: „Ætti maSr ekki aS njóta œsku sinnar?“ Ben Húr svaraSi nú sendimanni: „SegSu henni, sem sendi þig, aS eg, Ben Húr, skuli hitta hana í ídemí-höll, hvar sem hún svo er, um hádegi á morgun.“ Sveinninn stóS upp, kvaddi þegjandi og fór. Um miSnætti tók Uderim sig upp, en hafSi áSr séS fyrir því, aS hestr væri eftir ásamt fylgdarmanni handa Ben Húr, sem átti aS koma á eftir sjeiknum. SEXTÁNDI KAPÍTULI. / gildru. Ben Húr vildi vera til taks á þeim tíma, er hann hafSi heitiS íras; tók hann sig því næsta dag upp frá Omphalus, sem var í borginni miSri, vék þaSan inn-í Súlnagöng Heró- desar og var innan skamms kominn aS íderní-höll. Frá strætinu gekk hann inn-í fordyri eitt, og voru þar beggja-megin stigar meS þaki yfir, sem lágu inn-í boga- göng. MeSfram stigunum sátu vængjuS ljón, en þar í miSju var risavaxinn íbis, sem þeytti vatni yfir gólfiS; ljónin, íbis-líkneskiS, veggirnir og gólfiS minnti allt á Egypta; allt var úr grásteini og mjög rammgjört, líka hand- riSin á stigunum. Fyrir ofan fordyriS hófust bogagöngin og sveigSust út-yfir stigapallinn; þar umhverfis lágu raSir súlna, sem voru svo léttilegar og samsvöruSu sér svo dásamlega vel, aS yndi var á aS líta; og naumast myndi á þeirri tíS öSrum en grískum listamanni hafa getaS hugsazt annaS eins í- þróttarverk. ÞaS var úr snjóhvítum marmara, og gat á- horfanda virzt svo sem, lilja hefSi veriS látin detta þar niSr einsog verkast vildi á bera klöpp. Ben Húr tafSi í forsœlunni í bogagöngunum til aS dást aS því, hve fagrt og fullkomiS steinsmíSi þetta var og tár- hreinn marmarinn; síSan hélt hann áfram inn-íi höllina. VængjahurSir miklar stóSu opnar til aS láta hann inn.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.