Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1912, Blaðsíða 18

Sameiningin - 01.05.1912, Blaðsíða 18
82 Veronika Ragnheiðr f'Þorkelsdóttirj Kristjánsson, kona Sveins Kristjánssonar frá Bjarnastöðum í Þingeyjarsýslu, andaðist af slagi 4. Apríl á heimili tengdasonar síns G. Josephson, nálægt Wynyard. Hún var systir séra Jóhanns Þorkelssonar dómkirkjuprests í R.vík. Góð kona og greind. Tilheyrði Immanúelssöfnuði í Wynyard. Var um sextugt, er hún lézt. r Lilja Laxdal, dóttir Jens Laxdals og GuðfríSar konu hans úr Dalasýslu, andaSist 17. Apríl. Banamein hennar lungna-sjúkdómr. 22 ára. GóS stúlka og vel gefin. H. Sigm. 10. Janúar dó á Winnipeg Beach Mrs. Ingibjörg Thompson, kona Mr. W. W. Thompson’s, verzlunarstjóra þar, en dóttir hjón- anna Guðmundar og Guðrúnar Anderson í Selkirk. Mr. Thompson er af skozkum, ættum. HöfSu þau aöeins eitt ár verið í hjóna- bandi. Hún var 26 ára. Var jörðuS í Selkirk frá ísl. kirkjunni af presti safn. og dr. W. C. Gordon frá W.peg. Ingibjörg heitin heyröi til ísl. söfn. í Selkirk og bandalagi þesg safn. frá því hún var fermd. Hún var góö kona og allra hugljúfi. Var vel viöbúin dauða sínum. Fól sig frelsara sínum. Sáhnrinn enski: My life is built on nothing less Than Jesus’ blood and righteousness var uppáhalds-sálmr henn- ar í banalegunni. Og sálminn 468 í ísl. sálmab.: Eg horfi yfir hafið var henni þá unun aö heyra. 13. Febr. dó í Selkirk hóra Ingjaldsson, kona Ingjalds Ingjalds- sonar frá Balaskarði í Húnavatnssýslu, móöir Kristjáns Ingjaldsson- ar gullsmiös í Winnipeg og þeirra systkina. Jarösungin 16. s. m. frá ísl. kirkjunni af presti safn. Þóra heitin var dóttir sómabónd- ans Kristofers Sveinssonar í Enni í Húnavatnssýslu og Ingibjargar fyrri konu hans, dóttur-dóttur Nikulásar Búcks. Var 70 ára. Guð- hrædd kona og góð. Þráði að komast á fund frelsara síns. 1 bana- legu sinni baö hún aö skila þeirri kveðju sinni til fólks, aö þaö mætti ekki fresta því að snúa sér til guös og búa sig undir burtför sína. Sóttarsængin væri óhentugasti tíminn. N. S. Þ. TIL KIRKJ Uh INGSMANNA. Einsog aö undanförnu geta kirkjuþingsmenn og konur þeirra fengiö afslátt á fargjaldi til kirkjuþings meö járnbrautunum innan Canada. Til þess að njóta þeirra hlunninda mega menn ekki fara aö heiman fyrr en 14. Júní, og veröa í hvert sinn, er þeir kaupa far- seöla á leið til þingstaöar, að taka viðrkenning (Standard Certific- ate) fyrir, sem allir þeir er farseöla selja eru skyldir aö láta af hendi, ef um er beðið. Þær viðrkenningar geymi menn og afhendi mér þegar á þing kemr. Baldri, Man.. 20. Maí 1912. Fr. Hallgrímsson, skrifari kirkjufél.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.