Sameiningin - 01.07.1912, Síða 1
^amcinmgin.
Múnaðarrit til stuðnings kirkju og kristindómi íslendingo.
gefið út afi hinu ev. lút. kirkjufélagi ísl. % Vestrheimi
RITSTJÓRI JÓN BJAIiNASON.
XXVII. árg. WINNIPEG, JÚLÍ 1912. Nr. s
Sem næst hjarta drottins—ekki
álengdar.
Þingsetningar-prédikan, sem ritst. „Sam.” (J. Bj.) flutti í kirkju
Frelsis-safnaðar í Argyle, Man,, 20. Júní síöastl.
[Á undan rœöu þessarri var lesiö: Efes. 2, 13—22, em um
leiö tekiö fram, aö rœöan væri ekki út-af neinum sérstökum
texta. Guös' oröl víð'lsvegar i heilagri ritning er þó undirstaða
boöskapar þessa.]
Ef vér lítum yfir þjóðlíf vort hið íslenzka á þess-
arri tíð, þá dylst naumast neinum af oss, að eitt af aðal-
einkennum þess er tvístran eða sundrung. Sennileg rök
mætti víst að því fœra, að svo liafi ávallt verið. TJm
samlieldni hafi helzt aídrei verið að rœða í sögu þjóð-
flokks vors. Islenzk þjóð frá öndverðu og mannsaldr
eftir mannsaldr alla vega sundr slitin. Þeim þjóðar-
örlögum hafi að miklum mun ráðið ástœðurnar, þar á
meðal landslagið, á ættjörð vorri: fjörðr skilinn frá firði
af fjallgirðing, dalr frá dal, ein sveitin frá annarri;
enda felist sundrungar-tilhneigingin greinilega í Islend-
ings-eðlinu. Þetta mun ómótmælanlegt. En ekkert
annað þarf nú í þessum efnum fvrir oss að koma til
greina en það, hvernig ástandið er hjá oss beint á þess-
um tíma. Yér Islendingar erum stórvægilega og hörmu-
lega sundraðir — höldum ekki saman, vinnum ekki
saman, stríðum ekki saman, og svo má virðast, að
vér eigum alls ekki saman. Þetta er böl, og einkum