Sameiningin - 01.07.1912, Blaðsíða 26
154
í voru skreyttir herfánum, en til allrar óhamingju voru þar
meS líkneski af keisara, ásamt hinurn rómversku arnar-
merkjum og kúlum. í geðœsingi mesta skundaði þá heill'
hópr Gyðinga til Sesareu, þarsem Fílatus tafði, og sárbœndu
þeir hann að taka burt myndir þessar, sem þeim stóð svo
megn stuggr af. 1 samfleytta fimm sólarhringa umkringdu
þeir hliðin að landstjórahöllinni. Loks kvað hann á sam-
talsfund með þeim í'Circus. En er þeir höfðu safnazt
þangað, lét hann hermenn slá um þá hring. í stað þess
að veita mótstöðu lögðu þeir sig fram til Iífláts og báru
með því sigr úr býtum. Ha.nn gaf þá út þá skipan, að
. flytja skyldi myndirnar og herfánana til Sesareu, þarsem
Gratus, er meir tók tillit til þess,. hvernig á stóð, hafði
geymt merki þessi, sem hinum gy'ðinglegu þegnum hans
voru svo hneykslanleg, öll þau ellefu ár, sem hann sat að
völdum.
Menn, sem í rauninni eru allra mestu óþokkar, gjöra
stundum góðverk allra snöggvast í bili svo sem að tilbreyt-
ing frá vanalegri varmennsku. Svo var um Pílatus.
Hann lét það boð út ganga, að rannsókn skyldi höfð á öll-
um fangelsum í Júdeu, og heimtaði hann þá um Ieið, að
grafin væri upp nöfn allra þeirra, sem þar voru í varð-
haldi, og skýrslur útvegaðar um það, fyrir hverjar sakir
fangarnir hefði dœmdir verið til hegningar þeirrar, sem á
þá var lögð. Það var vafalaust fyrir honum einsog svo
mörgum öðrum, sem nýkomnir voru til embætta: — hann
var hræddr um, að sér myndi verða kennt um, ef slíkir
menn hefði orðið fyrir ranglæti. En almenningr sá, að
annað eins fyrirtœki og þetta gat orðið til góðs, var honum
þakklátr og lét um hríð huggast í raunum sínum. Það,
sem opinberaðist við rannsóknir fangelsanna, var furðu-
legt. Hundruðum saman var mönnum sleppt, sem hnepptir
höfðu verið í varðhald án allra saka. Margir aðrir komu
í ljós, sem fyrir löngu voru haldnir dauðir. En allra
mesta undran vakti það, að sumar dýflizur voru nú opn-
aðar, sem þeirrar tíðar fólki var að vísu ekki með öllu ó-
kunnugt um að til væri, en í raun og veru höfðu þær fallið
í gleymsku fyrir stjórnarþjónum þeim, er umsjón áttu að
hafa með fangelsum landsins. Um eitt slíkt atvik er nú
fyrir oss að rœða. Og þótt undarlegt sé, kom það fyrir í
Jerúsalem, höfuðborginni sjálfri.
Antoníu-turn, sem einsog kunnugt er tók yfir tv;o
þriðjunga hins helga svæðis á Móría-fjalli, var upphaflega
kastali, sem Makedónar höfðu reist. Seinna-meir gjörði
Jóhannes Hyrkanus kastalann að hervirki Musterinu
* til varnar. Og á hans dögum var vígi það talið óvinn- ®