Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.07.1912, Blaðsíða 6

Sameiningin - 01.07.1912, Blaðsíða 6
134 svo lengi náðarlögmál guðs ekki kemr til sögunnar eða fær að ryðja sér til rúms. Sundrung mannanna, sem saman eiga að halda og saman að vinna, aðskilnaðr þeirra, djúpið, er myndast milli þeirra, stafar af því, að þeir eru að einhverju leyti orðnir viðskila við guð. Með syndinni slíta menn sig frá guði, og því meir og lengr sem í syndinni er lifað, því fjarlægari verða þeir guði— einsog Jesús sýnir svo skýrt og átakanlega í dœmisög- unni um glataða soninn. En um leið og bandið slitnar, sem tengir manninn við guð, slitna og böndin milli hans og mannannai hinna. Maðrinn hættir þá að vera náungi þeirra, eða þeim nákominn, og' í augum hans ■— einsog sjón hans er þá orðin — eru þeir ekki lengr náungar hans eða honum nákomnir. Er vér nú finnum til þess og þreifum svo að kalla á því með sársauka, að eitthvert óláns-sundrungar-afl sœkir að oss, að samvinnan, sem félagskapr vor hinn kirkjulegi útheimtir, reynist ervið og stundum jafnvel ómöguleg, að oss hættir svo stór- vægilega við að lenda hver í sinni áttinni, hver að hóa sér, hver að fara sinna ferða, þá er það því áreiðanlega samkvæmt guðs orði ótvíræðr vottr þess, að samband vort við frelsara vorn og drottin sem félagsheildar, og þá sjálfsagt samband vort sem einstaklinga við hann, er langt um of laust. Vér honum — þeim eina, sem hefir rétt til þess yfir oss að ráða og hafa oss í þjónustu sinni — raunalega fjarlægir. Þar er vissulega megin- rót allra félags-vandræða vorra. Og' nema því aðeins að vér í hjartanlegri alvöru könnumst hver um sig og allir sameiginlega við þessa undirrót örðugieikanna, þetta aðal-mein hins kirkjulega félagskapar vors, og kappkostum í biðjanda huga með lijálp heilags anda að bœta þar úr, er með engu móti við því að húast, að oss og félagsfyrirtœkjum vorum verði borgið á ókominni tíð. Eg’ hefi ekki sagt og segi ekki, að vér, hópr íslenzka kirkjufélagsins hér, séum alveg aðskildir guði og frels- ara vorum. Það kemr mér ekki til hugar. Tel víst, að honum viljum vér allir án nokkurrar undantekningar tilheyra. Vér könnumst við hann sem vorn guð og drottin allir, og teljum það heiðr vorn og yndi að mega trúa því, að hann líti á oss sem sitt fólk. En einsog eg sagði: sainband vort við hann er langtum of laust. Vér

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.