Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.07.1912, Síða 2

Sameiningin - 01.07.1912, Síða 2
130 fyrir þá sök tilfinnanlega stórt böl, að vér, sem af þessu sameiginlega þjóðernis-bergi erum brotnir, erum svo nauða-fáir. Með tilliti til stjórnmaianna kveðr það við marg-endrtekið, að nú sé á íslandi ný Sturlunga-öld. Lengra verðr í þeim efnum ekki til jafnað. Ein liönd gegn annarri. Engin ákveðin þjóðlífs-stefna. Allt á ruglingi. Margstreymi í þjóðarviljanum, endalaust öf- ugstreymi. Vitanlega er þetta hið vtra — í stjórnmál- urn og öðru — í samrœmi við hag þjóðarinnar í andleg- um efnum einmitt nú. Öllum kemr saman um, að kirkjulífið eða trúarlífið á liinni kæru íslenzku ættjörð vorri sé raunalega bág- horið. Víst ekki ofsagt, að kirkjan — ríkiskirkjan ís- lenzka, sem þó á að lieita að njóti verndar liinnar ver- aldlegu stjórnar—liggi í rústum, að sínu leyti fullt eins raunalegum og sveitabýlanna mörgu í nágrenni Heklu eftir jarðskjálftana œgilegu í síðasta mánuði. Ekki við því að búast, að kirkjan þannig sliguð eða niðr brotin geti verið landslýðnum verulegt samdráttar-afl til góðs. Sú var þó tíðin í sögu þjóðar vorrar, að íslenzk kirkja, þótt aldrei væri háreist, bar gæfu til þess að innhýsa Islendinga alla á sameiginiegu heimili og býta þeim öll- um brauð lífsins, svo að vel mátti við una, í margvíslegri örþirgð á dimmum raunatíðum. Með þeim forða, sem hún — kirkja þjóðar vorrar — hafði meðferðis, tókst henni með guðs hjálp að fullnœgja dýpstu þörf fólks voris engu síðr en kirkjum annarra landa sömu þörf fólksins þar. Hnignan íslenzku kirkjunnar eða lirun hennar nú á all-langan aðdraganda — meir,a en manns- aldr heilan, og jafnvel meira en heila öld, öldina síðast- liðnu alla. Þá er klerkalýðrinn fór að láta til þess freistast af vanhelgum tíðaranda, heimsandanum, að víkja að meira leyti eða minna í hinni kirkjulegu kenning frá hinu op- inberaða orði guðs í biblíunni, og almenningr safnað- anna samkvæmt kenning þeirri tók að hverfa fr,á al- sannri kristinni trú, fór smúsaman hið ytra að bera á kirkjulegri aftrför. Og því meir sem frá var vikið, því óákveðnari eða þokukenndari sem kenning íslenzkra klerka og trú íslenzks safnaðalýðs varð, því meiri aftr- för eða hnignan íslenzkrar kirkju, enda þótt flestum dyldist um hríð. Eftir að svo er fvrir þjóð vorri komið

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.