Sameiningin - 01.07.1912, Side 31
i59
inu um það, að ekki mætti opna dyrnar á klefanum V, var
hlýtt. Öll þessi átta ár var matr og drykkr látinn til þeirra
þriggja þar inn-um smugu á veggnum. I gær fór eg aS
dyrum þess klefa, og var mér forvitni á að sjá vesalingana,
sem þvert á móti því, er við hefSi mátt búast, höfðu lifaö
svo’ lengi. Lyklinum varS ékki snúiS í skránni. Vií5 ýttum
lítið eitt á hurSina, og þá féll hún niðr, því hjörurnar voru
ryðbrunnar. Svo gekk eg inn, en fann aðeins einn mann,
gamlan, blindan, tungulausan og nakinn. Hár hans náði
lengra niðr en í mittis-stað og var orðið að hörðum flóka-
lengjum. Hörund hans var einsog bókfellið að tarna.
Hann hélt höndunum út,1 og neglrnar á fingrunulni voru
klofnar og íbjúgar einsog fuglsklœr. Eg spurði hann, hvar
félagar hans væri. Hann hristi höfuðið til merkis um, að
þeir væri engir. í von um að geta fundið þá, leituðum við
í klefanum. Gólfið var þurrt. Eins voru veggirnir. Ef
þrír menn hefði verið þar inni lokaðir og tveir; þeirra væri
dánir, þá myndi þó bein þeirra enn óeydd.”
„Svo þú heldr þá“—
„Eg held, herra tríbún! að það hafi aldrei á þessum
átta árum verið þar nema einn fangi.“
Tríbúninn horfði á fangavörðinn með hvössu augna-
ráði og mælti: „Varaðu þig! Þú ert lengra kominn en
það að segja, að Valeríus hafi farið með lygar.“
Gesíus hneigði sig, en sagði: „Honum gæti hafa
skjátlazt."
„Nei — hann hefir haft satt að mæla“ — svaraði trí-
búninn og gjörðist nú ör í skapi. „Samkvæmt því, sem þú
þegar hefir borið fratm, hefir hann haft rétt fyrir sér.
Sagðirðu ekki rétt áðan, að í átta ár hefði matr og drykkr
verið látinn úti handa þremr?“
Þeir, sem við voru staddir, gjörðu góðan róm að skarp-
leik herra sins. En Gesíus lét sér ekki bregða.
„Þú hefir heyrt aðeins hálfa söguna, herra tríbún! Er
þú hefir heyrt hana alla, muntu verða á sama máli sem eg.
Þú veizt, hvað eg gjörði við manninn:—að eg lét hann fara
í bað, lét raka hann og klæða, fór svo með hann til kastala-
hliðsins og sagði honum, að nú mætti hann ganga laus. Eg
þvoði hendr mínar af því, er misgjört hafði verið við hann.
I dag kom hann aftr og var fœrðr til mín. Með bending-
um og tárum lét hann mig loks skilja, að hann vildi aftr
hverfa í klefann sinn, og bauð eg, að honum væri veitt sú
ósk. En er mennirnir leiddu hann burt með sér, sleit hann
sig af þeim, kyssti fœtr mína og sárbœndi mig með þögul-
um bendingum, en mjög átakanlegum, að koma með sér.
Og eg fór. Leyndardómrinn, sem snerti mennina þrjá, sat