Sameiningin - 01.07.1912, Side 19
U7
(Barnið merkt krossmarki á enni og brjósti með
þessum orðum:)
Meðtak þú tákn krossins helga baeði á enni og
brjósti til merkis um að hugr þinn og hjarta á að helg-
ast fyrir trúna á Jesúm Krist hinn krossfesta.
Látum oss biðja:
Almáttugi og eilífi guð, faðir drottins vors Jesú Krists,
vér biðjum þig fvrir þetta barn þitt, að þú af náð þinni
veitir því skírn þá, sem er að ofan, svo það verði þvegið
af allri synd og helgist af heilögum anda. Tak við
barninu, drottinn guð! samkvæmt heitorði þínu um að
lieyra Ixenir vorar, að það fái verið í tölu barna þinna,
öðlist æfinlega blessan þína og komist í eilíft ríki þitt
fyrir drottin vorn Jesúm Krist.
(Og með hendi lagðri á höfuð barnsins:)
Fíiðir vor! þú, sem ert á himnum, o. s. frv.
Drottinn varðveiti inngang barns þessa og útgang
liéðan í frá og að eilífu. Amen.
Lofaðr sé guð og faðir drottins vors Jesú Krists,
sem af náð sinni og miskunn vill endrfœða barnið til
lifandi vonar fvrir upprisu Jesú frá dauðum og taka
það í samfélag kristinnar kirkju fyrir heilaga skírn, —
skírn, sem ekki er burttekt óhreininda á holdi, heldr
sáttmáli góðrar samvizku við guð.
En hinn lielgi sáttmáli skírnarinnar er í því fólg-
inn:
að afneita djöflinum og öllum verkum hans og öllu
athœfi hans;
að trúa á guð föður almáttugan, skapara liimins og
jarðar;
að trúa á Jesúm Krist, son hans eingetinn, drottin
vorn, getinn af heilögum anda, fœddan af Maríu
mey, píndan undir Pontíus Pílatus, krossfestan,
dáinn og grafinn, niðrstiginn til heljar. upprisinn
frá dauðum, uppstiginn til himins, sitjanda til
hœgri handar guðs föður almáttugs, þaðan kom-
anda til að dœma lifendr og dauða;
og að trúa á heilagan anda, eina, heilaga, almenna,