Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.07.1912, Blaðsíða 8

Sameiningin - 01.07.1912, Blaðsíða 8
136 einatt heyrzt halda því fram, að annað ætti ekki við en að þeir á því svæði héldi sér steinþegjandi. Maðr einn stórmerkr í sögu guðs ríkis, sem hálfa öld starfaði að kristniboði í Kína,*) hefir minnt á þessi orð eftir Konfúsíus, heiðindóms-spekinginn mesta í þeirri heimsátt: „Ber lotning fyrir guðunum, en halt þeim. í f jarlægð.‘ ‘ Með ummælum þessum er ljósi varp- að yfir trúarlegan eða vantrúarlegan hugsunarhátt heiðins fólks í öllum áttum og á öllum öldum. 0g þarna einmitt blasir við einn aðal-greinarmunr kristinnar trú- ar og heiðnu trúarbragðanna allra. Sem næst guði — er viðkvæði kristindómsms. Sem lengst burtu frá guði viðkvæðið í hinni áttinni — svo framarlega sem upphátt er talað þar—, svo langt burt, að guð hverfr mörgum algjörlega. tJr þeirri firrð og úr allri fjarlægð kallar guð á mennina í heilaga og blessaða návist sína. Svo nálægt guði, frelsaranum, að hann blátt áfram segir: „Verið í mér.“ Það er eitt allra dýrmætasta huggunarorð drottins Jesú í erindi því hinu ógleymanlega, sem hann flutti lærisveinum sínum að skilnaði áðr en hann gekk út-í friðþægingarpíslirnar og dauðann á krossinum. Upp-á samlíf með guði fyrir Jesúm Krist er oss öllum boðið. Til þess erum vér hver um sig og allir sameiginlega í hans nafni kallaðir. Svo nálægir drottni einsog hann sjálfr bendir til með líkingarmálinu um vínviðinn og greinarnar. Svo ná- lægir honum einsog Páil postuli boðar með líkingarmáli því, sem hann viðhefir svo oft, um líkamann og limina á líkamanum. Svo nálægir hjarta guðs einsog Jesús sjálfr með allra mestri áherzlu kennir með kvöldmál- tíðar-sakramentinu. Hann lætr helgidóm þann verða til, þá er fast er að því komið, að hann fórni sjálfum sér í píslarsögunni einu, miklu, óviðjafnanlegu. Hann fyrirskipar það sakrament þá einmitt, er kærleiks-dýrð guðs er að birtast í mestu fylling sinni í persónu sonar- ins á ferli friðþægingar-kvalanna. Skilnaðarstundin komin. Ástvinir hans liinir útvöldu að verða slitnir frá *) Dr. Griffith John, fœddr í Swansea í Wales 1831; starf- aði í Kína frá 1855 til 1906 í þjónustu Lnndúna-kristniboSsfé- lagsins. Æfisögu hans hefir R. W. Thompson ritaS fNew York 1908J, og þar stendr þetta.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.