Sameiningin - 01.07.1912, Blaðsíða 22
hafði hann slitiö af sér og brotiö sundr fótfjötrana, og enginn gat
ráöiö viö hann. 5. Og ávallt var hann nætr og daga í gröfunum og
á fjöllunum, œpandi og lamdi sjálfan sig grjóti. 6. Og er hann sá
Jesúm álengdar, hljóp hann og féll fram fvrir honum 7. og œpti
hárri röddu og segir.: Hvað hefi eg saman við þig að sælda,
Jesús! sonr guðs hins hæsta? ,Eg særi þig við guð, að þú kveljir
mig ekki. 8. Þ ví hann sagði við hann: Þú, óhrevn andi! far útaf
manninum; 9. og hann spurði hann: Hvert er heiti þitt? Og
hann segir við hann: Eegíó heiti eg; því að vér erum margir. 10.
Og hann bað hanh mikillega að senda þá ekki burt úr byggðinni.
11. En þar við fjallið var stór svínahjörð á beit; 12. Og þeir báðu
hann, segjandi:: Send oss í svínin, svo vér förum í þau. 13. Og
hann leyfði þeim það, og hinir óhreinu andar fóru út og fóru í
svínin, og hjörðin steyptist niðr fyrir þverhnípið í vatnið, um tvö
þúsund að tölu, og köfnuðu þau í vatninu. 14. Og þeir, sem héldu
þeim á beit, flýðu og fluttu fregnina til borgarinnar og til byggð-
anna. Og menn komu að sjá, hvað það var, sem gjörzt hafði. 15.
Og þeir koma til Jesú og sjá þann djöfulóða sitjanda klæddan og
heilvita, manninn, sem hafði haft legíónina. Og þeir urðu hærddir.
16. Og þeir, sem séð höfðu, sögðu þeim frá, hvað fram hafði komið
við þann djöfulóða, og um svínin. 17. Og þeir tóku að biðja hann
að fara burt úr héruðum þeirra. 18. Og er hann sté uppí bátinn,
bað sá, sem djöfulóðr hafði verið, hann þess að mega vera með
honum; 19. en hann leyfði honum það ekki, en segir við hann: Far
þú heim til þín og til þinna, og seg þeim, hve mikla hluti drottinn
hefir gjört fyrir þig, og hversu hann hefir miskunnað þér. 20. Og
hann fór burt og tók að kunngjöra í Dekapólis hve mikla hluti
Jesús hefði gjört fyrir hann, og undruðust allir.
Les: Matt. 8, 28-34. — Minnistexti: Guð er oss hæli og styrkr,
örugg hjálp í nauðum. Fyrir þvi hræðumst vér ekki, þðtt jörðin
haggist og fjöllin bifist og steypist í skaut sjávarins JSálm. 46, ij.
Stormrinn lægðr (4, 35-41J. Sjá, hve skýrt báðar hliðarnar—
hin mannlega og guðlega — koma í ljós í persónu meistarans hér.
Ber saiman söguna um þetta litla fley, þarsem Jesús var innan borðs,
óg söguna um stórskipið „Titanic", sem mennirnir hugðust hafa
gjört ósökkvandi.
Andlegr stormr iægðr J5, 1-20J. Hræðileg lýsing. Enginn
hafði getað ráðið við þennan mannaumingja, en Jesús gat læknað
hann. Að örvænta um nokkurn mann hér í lífi er að vantreysta
frelsara vorum. Jafnvel svínin fengu andarnir ekki snortið fyrr en
hann leyfði þeim það. — Byggðarmenn létu sér annara uim svínin
en um sál mannsins, sem Jesús frelsaði. Sá pottr er viða brotinn
enn í dag.
Lexía 18. Ágúst: Dóttir samkundustjórans—Mark. 5, 21-43.
21. Og þegar Jesús hafði aftr farið yfirum á bátnum, safnaðist