Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.07.1912, Side 18

Sameiningin - 01.07.1912, Side 18
146 BARNASKÍRN. (Ávarp:) Drottinn vor 0g frelsari Jesús Kristr hefir boðið þjónum sínum að gjöra allar þjóðir að lærisveinum, skírandi þá til nafns föðun, sonar og lieilags anda, og kennandi þeim að gæta alls þess, sem hann hefir boðið. Og augsýnilega var það vilji hins sæla frelsara vors, að smábörn væri ekki útilokuð frá blessan þeirri, er veitt skyldi á þann hátt. Fyrirheitið hevrir ekki aðeins oss til, heldr einnig börnum vorum. Meðal Israelsmanna bauð drottinn, að ungbörnum skyldi á áttunda degi veitt hluttekning í sáttmála þeim, er liann hafði gjört við Abraham. Og er tími hins nýja sáttmála var upp runn- inn og þeir, sem fvrir heimilum stóðu, snerust til trúar- innar á Jesúm Krist, þá skírðu postularnir þá 0g heim- ilisfólk þeirra allt. Svo stendr og ritað (í guðspjalli Markúsar í 10. kapítula) um drottin Jesúm Krist, að „menn fœrðu börn til hans til þess hann skyldi snerta þau; en lærisveinarnir ávítuðu þá. En er Jesús sá það, gramdist bonum það, 0g hann sagði við þá: Leyfið börnunum að koma til mín og bannið þeim það ekki, því slíkra er guðs ríki. Sannlega segi eg yðr: Hver sem ekki tekr við guðs ríki einsog barn mun alls ekki inní það koma. — Og hann tók sér þau í faðm, lagði hendr yfir þau og blessaði þau.“ — Trúið því af öllu hjarta, 0g efizt ekki, að hann er eins fús til að taka þetta barn að sér, faðma það í örmum miskunnar sinnar, veita því blessan eilífs lífs 0g liluttöku í ríki sínu, sem stendr um aldir alda. En með því að allir menn eru í syndinni getnir og fœddir og frelsarinn segir, að enginn geti komizt inní guðs ríki nema hann fœðist af vatni og anda, þá látum oss ákalla guð föður vorn liimneskan. fvrir Jesúm Krist, að hann af mikilli miskunn sinni veiti barni þessu það, sem það getr ekki haft af náttúrunni, að það megi skírt verða af heilögum anda eins víst og vér nú veitum því kristilega vatnsskírn, og verði svo lifandi limr krist- innar kirkju.

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.