Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.07.1912, Blaðsíða 28

Sameiningin - 01.07.1912, Blaðsíða 28
156 irmenn hans og þjónar eru óþolinmóöir einsog hann. 'S M'eSan þeir biðu þarna eftir því að losna burt, birtist maðr í dyrunum aö herbergi einu út-úr skrifstofu tríbúns. Hann hélt á lyklakyppu í hendi og hringlaði henni. Hver um sig lykla þeirra var þungr einsog hamar. Og veitti því tríbúninn manninum undireins eftirtekt. „ÞaS ert þá þú, Gesíus!“—sagSi hann. „Kondu inn.“ Þegar komumaSr nálgaSist boröið, sem húsráðandi sat viö hinum-megin í hœgindastól, litu allir, sem viö voru stadd- ir, á hann; og meö því svipr hans bar þess vott, að eitthvaö hefði fyrir komiö, sem honum stóö ótti af og auðmýking, þá þögnuðu þeir, svo þeir fengi heyrt, hvað maðrinn hafði að segja. „Herra tríbún!“ — tók hann til máls og\ hneigði sig djúpt. „Eg þori varla að segja þér tíðindin, sem eg kem með.“ „Einhver afglöp enn — Gesíus?" „Væri aðeins um afglöp að rœða, eftir því, sem eg íitnynda mér, þá myndi eg ekki vera hræddr.“ „Einhver glœpr þá — eða það, sem enn er verra, skyldubrot. Þú myndir halda lífi, þótt þú hefðir hæðzt að keisaranum eða formælt guðunum.* En ef brotið er móti örnunum rómversku, þá veizt þú, Gesíus! hvernig fer. Haltu áfram!“ „Það er nú um átta ár .síðan Valeríus Gratus kvaddi mig til að gæta fanganna hérna í Turninujn"—sagði maðr- inn gætilega. „Eg man þann morgun, er eg fyrst gekk að skyldustörfum embættis míns. Það hafði verið upphlaup daginn á undan og bardagi á strætunum. Við drápum marga Gyðinga, enda komumst sjálfir í kröggur. Upp- þotið' stafaði, að því er sagt var, af því að reynt var til á sviksamlegan hátt að ná lífi Gratusar, sem hafði verið sleginn af hestbaki með tígulsteini af húsþaki ofan. Eg kom til hans, er hann sat þarsem þú sitr nú, herra trí- bún! Og voru umbúðir bundnar um höfuð hans. Hann sagði mér frá embættisstöðu þeirri, er eg væri kvaddr í, og afhenti mér lyklana þá arna, sem hafa á sér tölumörk, er sa^msvara fangaklefum, sem eins eru merktir. Þeir skyldi vera einkenni embættis míns — eftir því, sem hann sagði. Og aldrei mætti eg við þá skilja. Bókfell saman vafið lá á borðinu. Hann kallaði mig til sin og opnaði bókfells- rolluna. ‘Hérna eru uppdrættir af fangelsis-klefunum’ — sagði hann. Þeir voru þrír. ‘Uppdráttrinn sá arna sýnir fyrirkomulagið á efra lofti’ — hélt hann áfram. ‘Og svo er hér annar, sem sýnir þér neðra loftið; og þessi síðasti klefana undir gólfinu. Eg afhendi þér þá í trúnaði.’ Eg ^

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.