Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1912, Blaðsíða 3

Sameiningin - 01.11.1912, Blaðsíða 3
2 6y Álengdar lítum vér gráan þoku-bakkann rísa upp-úr liafi tímans að baki voru. Sú sýn minnir oss á, live hörmulega kirkjulýðr miðaldanna að svo mörgu leyti var kominn, en þó öllu fremr í trúarefnum. Og nær oss, miklu miklu nær, sjáum vér samskonar þoku-myrkr grúfa yfir miklum fólksfjölda, ekki aðeins fólki í löndum páfakirkj- unnar, sem ailt til ]>essa hefir verið ófáanlegt til að láta berast inn-í liina guðlegu birtu reformazíónar-kirkjunnar, lieldr og grátlega marga, sem beinlínis hafa flúið út-úr þeirri birtu, fleygt guðs orði frá sér og blátt áfram gengið vantrúnni á hönd. Hvílík hvöt sú sjón eða umhugsan ætti að vera safnaðafólki voru öllu til þess að þakka g'óð- um guði fyrir hið andlega lieimili vort, og jafnframt hvöt til þess að styðja að því eftir mætti, að drottinn fái náð með 1 jós heilags anda síns til þokulýðisins og frelsað hann. Merkilegt er um það að hugsa, hvað var tilefni þess, að Lúter hóf reformazíónar-stórvirkið. Þótt almenn- ingi kirkju vorrar ætti að vera söguþáttr sá vel kunnr, skal þó hér að nokkru drepið á það efni. í söguatviki því felst svo mikilvægr og skýr lærdómr, sem varpar birtu yfir speki guðlegrar forsjónar á vorri tíð og öllum öldum. Það var árið 1516, að Leó páfi hinn tíundi tók það ráð til að afla sér fjár þess, er liann þóttist þurfa á að lialda til eflingar ríkilætinu við hirð sína, að boða alls- lierjar synda-aflausn til sölu víðsvegar um Þýzkaland, sem þá einsog nú var eitt af megin-löndum kristninnar. Hlutverk það fól hann í sínu nafni þremr fulltrúum sín- um, en fremstr þeirra þriggja höfðingja var Albrecht fursti, erkibiskup í Magdeburg. Hann var einn af kjör- herrunum þýzku, sem réðu því, hver yrði keisari Þýzka- lands, er þar urðu keisara-skifti. Til að ná erkibiskups- embættinu liafði liann orðið að taka að láni þrjátíu þús. gyllina — keypti í rauninni embættið fyrir þá f járuppliæð. Að sínu leyti einsog páfi var hann því í mikilli f járþröng. Tók liann því hlutverkinu, er páfinn fól honum, fegin- samlega. Munk þann af Dominíkus-reglu, er Jóliann Tetzel hét, gjörði hann að umboðsmanni sínum. Tetzel hafði til að bera all-mikið af alþýðlegri mælsku, kom hvarvetna. fram með embættis-reigingi miklum og barst

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.