Sameiningin - 01.11.1912, Blaðsíða 12
276
söfnuði til samfélags með oss. Það var að lieyra á for-
seta safnaðarins og fleirum, að þeir myndi óska eftir
þjónustu kirkjufélags-prests, er þeir síðar réði ráðum sín-
um, og' létu margir þá von í ljós, að bráðlega kœmi söfn-
uðrinn aftr inn-í kirkjufélagið. Annars á smásöfnuðr
þessi fremr örðugt uppdráttar. Skuld er á kirkjunni, og
vildu fulltrúar, að reynt væri að borga liana áðr en fitjað
væri upp að nýju með prestsþjónustu. En því miðr er
þar um slóðir fremr ervitt árferði nú. — Eg óska Pétrs-
söfnuði góðs, eins fyrir það, þótt liann ekki leugr telji sig
með oss. Velkominn er hann aftr.
Frá 24. September þartil 5. Nóvember — 6 vikna tíma
— var eg á stöðugu ferðalagi meðal safnaðanna. Fór eg'
fyrst til Nýja Islands. Þar eru nú tvö prestaköll og bafa
verið nokkur ár. Syðra prestakallinu (Víðines-s., Girnli-
söfn. ogÁrnes-söfn.) hefir séra Carl J. Ólson þjónað þetta
ár. Nú hefir liann, því miðr, fastráðið að fara þaðan og
frá öllum Islendingum og gjörast prestr hjá ensku fólki
einhversstaðar. Þegar eg var þar staddr, hafði eg
nokkra von þess, að séra Carl léti af þeirri fyrirætlan
sinni; reyndi eg' til að fá hann til að vera kyrr á Grimli,
þarsem fólk hefir verið lionum svo gott, en það varð á-
rangrslaust, og hefir liann nú formlega sagt upp þjónustu.
Þar verðr því prestlaust, og mætti það þó sízt vera. Cfuðs-
þjónustufundi átti eg með fólki í Víðines-söfnuði og á
Gimli sunnudaginn 29. Sept. 0g flutti söfnuðunum kveðjur
og árnaðaróskir kirkjufélagsins. Viðtal átti eg og við
menn um kirkjumál vor, og átti eg góða komu til þeirra
safnaða.
Daginn eftir fór eg frá Gimli til Selkirk og var á fundi
með söfnuðinum þar og séra Steingrími um kvöldið. Ekki
var fundrinn fjölsóktr, en umrœður um kirkjufélagsmál
voru þar góðar og f jörugar. Minnist eg þess sérstaklega,
að þar tók fyrst til máls, er eg hafði flutt erindi mitt, ung
kona, Miss Þórstína Jackson, sem er kennari í lýðliáskól-
anum þar í bœnnm. Auk annarra frœða kennir hún
íslenzku í skólanum; því svo langt eru þeir komnir, Sel-
kirk-búar, að þeir hafa fengið íslenzkuna viðrkennda sem
námsgrein í alþýðu-skólanum, samkvæmt fylkislögum. Er