Sameiningin - 01.11.1912, Blaðsíða 4
268
að öllu mikið á. Fáfróð og hjátrúuð alþýða beygði
sig fyrir erindi lians, er liann fór um á binni fáránlegu
embættisferð sinni. Honum er fagnað með mesta liátíð-
arbrag, er bann beldr innreið í þá eða þá borg. Klukkum
kirkna er liringt, og munkar og prestar ásamt veraldleg-
nm yfirvöldum mœta honum í prósessíu; einnig almennir
borgarar í stórurn skörum. Með Tetzel í broddi fylkingar
stefnir prósessían til aðal-kirkju bœjarins og inn-í bana,
en þar kveðr við ómr af organslætti. Frammi fyrir alt-
ari setr hann upp rauðan kross, og upp-yfir krossi þeim
blaktir silkiblæja með vopnmerki páfa á. En framundan
krossinum er sett niðr járnkista mikil, birzla fyrir féð,
sem honum tekst að safna frá almenningi. Tetzel stígr í
prédikunar-stól, tekr til máls, fer stórum orðum um em-
bættisvald sitt, lofar mjög lieimild þá, er bann bafi frá
páfa, til að veita mönnum syndafyrirgefning með svo
vægum skilyrðum, og skorar fastlega á fólk að kaupa þá
liina dýrmætu vöru. Og ekki aðeins fyrir sig sjálfa býðr
bann mönnum til kaups fyrirgefning syndanna, beldr og
fyrir hönd látinna foreldra eða annarra dáinna vanda-
manna. Því á þeirri tíð bafði kirkjulýðrinn það fyrir
satt, að með dauðanum fœri allir menn í tilveru þá, sem
nefnd hefir verið breinsunareldr, en dvöl þeirra þar gæti
þeir, er bér lifði eftir, með aðstoð kirkjunnar stytt að
stórum mun. Og þarna var nú einmitt eitt ráð, sem bafa
mætti til að frelsa bina dánu sem fyrst úr þeim harmkvæl-
um. Á þennan streng hjátrúarinnar sió Tetzel, er bann
bauð alþýðu vöru sína. Hann rakaði saman ógrynni
fjár.
Þá er leið á árið 1517, lióf maðr þessi óhœfuverk af-
lausnar-sölunnar í bœ einum mjög nálægt Wittenberg, og
þangað leituðu á fund bans nokkur sóknarbörn Lúters og
keyptu af lionum syndalausnar-bréf. Þetta var það, sem
bratt Lúter á stað út-í bina kirkjulegu baráttu, þá er baft
hefir svo afar víðtœkar og frábærlega blessunarríkar af-
leiðingar fyrir kristnina, menntalífið og mannfreisið í
beiminum, langt fram-yfir það, sem bann eða nokkur
maðr annar á þeirri öld gat látið sér til bugar koma.
Lúter var áðr en þetta kom fyrir tekinn að andœfa
aflausnar-óhœfunni. En nú urðu viðvaranir bans í þá