Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1912, Blaðsíða 21

Sameiningin - 01.11.1912, Blaðsíða 21
285 Ben Húr er flestum, ef ekki öllum, skáldsögum öðrum hœfilegri til að vera jólagjöf frá vini til vinar. Islenzku þýðinguna ■— bœkrnar átta allar — verðr að fá til kaups í einu bindi. Verð þess $3.50. Óbundið, en innheft, kostar skáldsögu-verkið allt á íslenzku að- eins $2.00. En sérstakt fæst bindið, sem í verða fjórar síðustu bœkrnar, fyrir sama verð eins'og það, sem út kom í fyrra, $1.75. Þrjú bindin alls $3-75- Hér í Winnipeg á Almenna Spítalanum andaðist 24. Október Byvindr Jónsson, 57 ára að aldri. Frá Skógarkoti í Þingvalla-sveit, sonr Jóns Kristjánssonar og konu hans, Kristínar Eyvindardóttur. Eyv. heitinn var tvíkvæntr. Fyrri kona hans hét Halldóra Ólafsdóttir; hana missti hann einu ári eftir að þau giftust, skömmu fyrir jól (20. Des.J 1888. Barn þeirra, Halldóra, sem er á lífi, fœddist rétt áðr en móðirin andaðist og var skírð á greftrunardag hennar 22. Des. — Sama dag árið 1899 gekk Eyvindr að eiga siðari konu sína, Kristínu Guðbjörgu Ólafsdóttur. Fóstrbarn þeirra Guðbjörg Ólafía Emilía að nafni, er á lífi. — Eyvindr var guðhræddr maðr og vandaði ráð sitt allt. William Booth, hinn einstaklegi maðr, sem stofnaði Hjálpræðis- herinn — The Salvation Army — andaðist i Lundúnum á Englandi 20. Ágúst síðastl., 83 ára gamall. Fœddr í Nottingham 1829. Hóf trú- vakningarstarf sitt í þeim bœ 15 ára á strætum úti. Vann fyrst fyrir Meþodista, en gjörðist um tvítugt öllum kirkjufélögum óháðr. Mynd- aði sérstakt kristniboðsfélag í austrhverfum hinnar brezku höfuðborg- ar. Það var vísirinn, sem „Herinn“ á rót sína til að rekja. 1 bréfi einu, sem hann forðum reit, komst hann svo að orði: „Kristileg ‘missíón’ er sjálfboða-her“, en er hann hafði lesið bréfið yfir, breytti hann síðustu orðunum, og setti í þeirra stað „hjálpræðisher.“ Það nafn var svo tekið upp til einkenningar hópnum, sem starfaði að trú- vakningunni með Booth. Hjálpræðisherinn hefir frá þvi fyrir langa-löngu náð nálega til allra landa heimsins, og hvarvetna orðið til mikillar blessunar, öllu öðru þó fremr þeim hluta stórborgalýðsins, sem dýpst var sokkinn. Óeigingirni og fúsleiki til sjálfsfórnar einkenndi framkomu flokksins frá upphafi. Hinsvegar urðu einherjar þessir fyrir mótspyrnu meir eða minna ákafri víðast-hvar, þarsem þeir sóktu á. Olli því ekki sízt hinir skrítilegu hermennsku-hættir, sem þeir með Booth í broddi fylk- ingar tóku sér. Prédikan þeirra á strætum úti samfara hermennsku- siðunum þótti og fáránleg. En allsstaðar tókst þeim að vekja athygli almennings á sjálfum sér og málefni því hinu göfuga, sem þeir höfðu sett sér að berjast fyrir. Mótspyrna gegn hreyfing þessarri hætti að mestu fyrir tuttugu árurn; síðan hefir starfsemin hlotið þakkláta viðr- kenning œðri manna jafnt sem lægri. Og William Booth er réttilega

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.