Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1912, Blaðsíða 11

Sameiningin - 01.11.1912, Blaðsíða 11
275 Lítil ferðasaga, Óskað var þess á kirkjuþingi síðasta, að eg heimsœkti söfnuði og trúboðs-stöðvar kirkjufélagsins, að því leyti sem eg fengi því við komið. Út-af þeirri áskoran hefi eg nú ferðazt all-víða um byggðirnar og komið til flestra safnaðanna. En þó hefi eg ekki getað náð til þeirra allra. Síðar vonast eg til að geta komið til þeirra einhverra, sem enn eru eftir. 1 sumar um kirkjuþings-leyti kom eg til safnaðanna í Argyle, og litlu þar á eftir (í Júlí) heimsókti eg suma söfnuðina í N.-Dakota. Þó var séra H. B. Thorgrímsen nýfarinn frá söfnuðum þeim, er hann hafði þar þjónað, og Pétrssöfnuðr liafði sagt sig úr lögum við oss. Eg átti þá fund með fulltrúum Víkrsafnaðar, Vídaiínssafnaðar og Hallson-safanaðar, sameiginlega á Mountain. Yar þar rœtt prestsþjónustu-mál safnaða þessarra, sem við burt- för séra H. B. Th. voru nú prestlausir orðnir. Pundar- mönnum leizt það ráðlegast að snúa sér til séra Kristins K. Ólafssonar og fá hann til að þjóna söfnuðum þessum á- samt söfnuðum þeirn, sem hann hefir þjónað sunnar í byggðinni (Lúters-, Þingvalla-, Fjalla-söfnuðum), þótt hann yrði þá að leggja niðr starf það, er hann haft hefir í öðrum söfnuðum lengra burtu. Þessa liugsun liafa söfn- uðirnir síðan aðhyllzt mjög samhuga, og- er nú séra Ivrist- inn fluttr frá Garðar til Mountain, þarsem hann er betr settr einsog' prestakall lians nú liorfir við. Var hann nú settr í embætti í Vídalínssöfnuði og' Víkrsöfnuði sunnu- daginn 3. Nóv., er eg aftr var þar staddr í byggðinni. Opinberai' guðsþjónustu-samkomur hafði eg í sumar með söfnuðunum á Hallson og Mountain, og enn fremr í Pétrs- söfnuði. Var í Pétrssöfnuði að lokinni guðsþjónustu rœtt nokkuð um úrsagnar-tilkynning safnaðarins. Fór samtal það fram með allri vinsemd. Eg varð þess var, að ekki svo fáir safnaðarmenn vildu kyrrir standa í kirkjufélag- inu, en þó voru hinir fleiri, sem vildu, að söfnuðrinn sliti sambandi við oss, — enda hafði verið að þeim kolunum hlásið af umrenningum. Tók eg' úrsögnina gilda, þótt formgölluð væri, því sízt viljum vér þröngva nokkrum

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.