Sameiningin - 01.11.1912, Blaðsíða 7
271
hvers lands sem vera skal mjög tilfinnanlegt tjón. Tjón-
ið fyrir trúarlífið þarf ekki að nefna.
Prófessor Vernon P. Squires, kennaii í ensku við
ríkis-háskólann í Norðr-Dakota, rak sig hatramlega
á þessa vanþekking hjá námsfólki því, er liann veitir til-
sögn. Hann rannsakaði svo fyrir skemmstu ástand ung-
menua þeirra með prófi yfir nemendum í fyrsta bekk.
Frá niðrstöðu þess prófs skýrir hann sjálfr. tJtdráttr úr
skýrslu hans kemr hér:
Alls gengu undir próf þetta hið sérstaka 139 nem-
endr. Vitnisburðir g'efnir í tölum einsog tíðkast. 75
af hundraði þurfti sá að fá, sem segja mætti um, að liann
hefði staðizt prófið. Og aðeins 8y> af hundraði náðu því
marki — eða 12 af þeim 139. Meðaltal 40 af hundraði.
Verkefni, sem nemendr áttu að gjöra grein fyrir í
prófinu, voru á þessa leið:
1. Hvað er Pentateuch (með því griska nafni eru
Mósesbœkrnar fimm nefndar á ensku) ?
Svör uppá þá spurning algjörlega ófullnœgjandi.
Tekið fram, að meðal-námsmaðr hafi ekki þekkt Penta-
teuch frá Apocrypha (apokryfisku hókunum).
2. Nafngrein tíu rit í gamla testamentinu.
Tíu nemendr — hér um bil 7 af liundraði — gátu ekki
nefnt neitt gamla testamentis rit, og aðeins 68—minna en
50% — svöruðu viðunanlega. Af þeim 68 komu þó sumir
með rammbjöguð nöfn nöfn einsog “Deuteromy’, ‘Deu-
teromotv’, ‘Deuteromeny’, ‘Duderominy’, ‘Gosliua’,
‘Salms’, ‘Joob’ og ‘Jobe’.
Fjórtán—10 af hundr.—kváðu eina af Móses-bókum
lieita ‘Hezekiali’. Komið var með aðrar eins vitleysur og
þetta, er nefni skyldi rit í gamla testamentinu: ‘Paul’
(Páls-bók), ‘Timothy’, ‘Titus’, ‘1 and 2 Romans’, ‘Pliene-
eians’, ‘Babylonians’, ‘Gentiles’, ‘Pliilistines’ og Xer-
xes’.
3. Nafngrein tíu rit í nýja testamentinu.
Þar var niðrstaða prófsins jafnvel enn verri. Tólf
—Sy2 af hundraði-—gátu alls ekkert rit tilgreint. Aðeins
46—33 133. af hundr.—komu með rétt nöfn á tíu ritum.
Fimm gjörðu ‘Samuel’ að nýja testamentis riti, þrír
Sálmana, þrír Rut, tveir Ester. Einn nefndi ‘1 and 2