Sameiningin - 01.11.1912, Blaðsíða 13
2 77
það aðallega fyrir framgöngu séra Steingríms, sem á sæti
í skólastjórninni. Samkvæmt skólalögiun Manitoba og
Saskatcliewan eiga menn víst lieimting á að fá í alþýðu-
skólnnum kennd útlendu tungumálin, þegar viss tala læri-
sveina lievrir til þjóðflokkum, er þau tala, og er Islend-
ingum þarmeð í sjálfsvald sett að fá íslenzku kennda í
skólunnm (lýðskólunum), og gegnir furðu, að þeir ekki
liafa meir notað sér þau hlunnindi en raun hefir á orðið.
Eftir einkar ánœgjulega dvöl hjá söfnuðinum og
prestslijónunum í Selkirk fór eg til Winnipeg og þaðan til
Árborgar í norðanverðu Nýja Islandi til að heimsœkja
söfnuðina í nyrðra prestakallinu þar. Því tilheyra: Ár-
dals-s., Geysis-s., Brœðra-s., Breiðuvíkr-s. og Mikleyjar-s.
Þar er prestr séra Jóhann Bjarnason. Býr hann í þorp-
inu Árborg á mjög’ ánœgjulegu prestssetri, sem söfnuðirn-
ir leggja honum til. Nú kom eg í fyrsta sinn á heimili
séra Jólianns og konu hans, og var mér unaðr þar að vera.
Á guðsþjónustu-samkomum var eg í Árborg og í Geysis-
byggð 6. Okt., og aftr á samtalsfundi með fólki úr þeim
söfnuðum í Árborg næsta dag. Samkomurnar voru mæta
vel sóktar. Það þótti mér sérstaklega eftirtektarvert, hve
mikill og' almennr sáfnaðarsöngr var í kirkjunni í Árborg.
Það gæti verið stœrri söfnuðum sumum til eftirdœmis.
Hluttaka manna í umrœðum um kirkjuleg mál var og mik-
il og lýsti góðum áliuga.
Ekki gat eg í þetta sinn komið í hina söfnuðina í Nýja
fslandi, enda talaðist svo til milli okkar séra Jóhanns, að
eg kœmi heldr aftr, þegar kirkjurnar í Brœðra-söfnuði og
Breiðuvíkr-söfnuði verða búnar til vígslu. — Safnaða-mál
í norðrliluta Nýja fslands eru á góðri framfara-leið, og ef
nú fengist góðr prestr í suðrpartinn, væri Nýja fslandi
borgið.
Næst lá leið mín frá Winnipeg norðr og’ vestr í byggð-
irnar við Manitoba-vatn og Grunnavatn. 1 Álftavatns-
nýlendu (austan Manitoba-vatns) og í Grunnavatns-
byggð liafði eg einu sinni áðr komið. Það var fyrir nítj-
án árum, er eg var ný-orðinn prestr, og var eg fyrsti
prestr, sem þangað kom. Nú var hœgra þangað að kom-
ast en þá var, því nú liggr járnbraut inn-í nýlenduna. 1