Sameiningin - 01.11.1912, Blaðsíða 14
278
förinni með mér var séra Carl J. Ólson, og liefir liann
vitjað fólks þar einu sinni í mánuði nú um tíma. Islend-
inga-byggðir eru miklu lengra norðr með vatninu en eg
fór og söfnuðir vorir ná. Líka vestan við vatnið. Og er
þar mikið verksvið fyrir kirkjufélagið. Til Lundar kom
eg 12. Okt. Þar er söfnuðr tilheyrandi kirkjufélagi voru.
Flutti eg þar guðsþjónustu næsta. dag, og var þar fjöl-
menni saman komið í samkomuhúsi byggðarinnar kipp-
korn suðvestr af þorpinu. Söfnuðrinn hefir í huga að
reisa sér kirkju mjög bráðlega, og myndi það verk fljót-
lega framkvæmt, ef söfnuðrinn mætti eiga von á fastri
prestsþjónustu. Þar eru margir góðir kirkjumenn og
sumir vel efnaðir orðnir. — Frá Lundar ók eg austr að
Grunnavatni. Þar eru tveir söfnuðir, annar að Otto við
norðr-enda vatnsins, en liinn við Vestfold, suðr-með vatn-
inu að vestan. Báðir liafa þeir söfnuðir myndazt fyrir
starfsemi trúboða vorra. Söfnuðrinn við Otto er þegar
nokkurra ára gamall, en formlega hefir hann ekki enn
gengið inn-í kirkjufélag vort. Guðsþjónustu-fundr, sem
þar átti að halda, fórst fyrir vegna vanskila á fundar-
Loði, sem tafizt hafði í póstflutningi. Við Vestfold átti
eg samkomu með fólki 14. Okt. Söfnuðrinn er ný-mynd-
aðr, en er frá upphafi ákveðinn kirkjufélags-söfnuðr.
Þar eru góðir menn til forgöngu. — Þessir þrír söfnuðir
(Lundar, Vestfold, Otto) gæti verið gott prestakall í
sameining, og var um það talað, að þeir nú sameiginlega
leitist við að fá prest, er þar yrði búsettr. Mörgum er
það áhugamál, og munu þeir bráðlega gjöra tilraun til að
fá sér prest. Væri sorglegt að geta þeim enga úrlausn
veitt, svo margt fólk sem búsett er í þessum byggðum; og
þess er eg fullvís, að þar myndi góðr prestr njóta mikillar
alúðar fólksins og fá miklu afkastað. Byggðir þessar eru
að byrja nýtt skeið, og munu þar miklar framfarir eiga
sér stað á næstu árum í veraldlegum efnum, og ekki síðr
í andlegum efnum, ef verkamaðr fæst þar í víngarðinn.
Sama dag sem eg kom úr þessarri ferð minni að norð-
an úr byggðinni milli vatnanna liélt eg á stað vestr til Sas-
katchewan-fylkis. Varð mér þá samferða, mér til mikill-
ar ánœgju, hr. Jón J. Bíldfell í Winnipeg, sem svo drengi-