Sameiningin - 01.11.1912, Blaðsíða 27
9
291
rís hæst í fjallhnútunni Ófel, en Síon þarsem íoröum stóö ®
kastali Davíös. Lengra aftr í noröri og gnæfandi til himins
sjást hinir helgu staðir skrautbúnir — Haram meö hinum
léttilega hvolfturni, nokkuö nær, og lengra burt Hippikus,
hið rammgjörva stórhýsi, sem enn hefir ógnanda svip,
þótt nú liggi í rústum. Þá er ferðamenn hafa notið þess
útsýnis og látið það nœgilega festast sér í minni, renna þeir
augum sínum bæði til Hneykslunar-hæðar, sem rís þar upp
hœgra-megin við þá, stórskorið og tignarlegt, og til Glœpa-
ráðsfjalls vinstra-megin. Og sé þeir vel að sér í biblíu-
sögu og munnmælasögum rabbína og munka, þá hefir fjallið !
síðarnefnda sérstakt aðdráttarafl fyrir þá, þótt hálfvegis
geti mönnum af því staðið stuggr sökmn hjátrúarinnar, er
við þann stað er knýtt.
Það yrði langt mál, ef benda ætti á allar endrminningar
frá löngu liðinni öld, sem tengdar eru við ýmsa bletti á fjalli
þessu eða í næsta nágrenni þess. Hér nœgir að geta þess
aðeins, að við rœtr þess er sá staðr, sem fyrrum var nefndr
Gehenna, en það orð táknar nú í trúarmeðvitund kristinna
manna helvíti. rjúkanda af eldi og brennisteini. Og enn
fremr það, að nú á tímum — alveg einsog var á dögum
Krists — er öll hin bratta hlíð fjallsins, sem snýr að borginni
i suðri og suðaustri, sundrflakandi af grafhvelfingum; hafa
þær frá ómuna-tíð verið notaðar fyrir bygg'stöðvar líkþrárra
manna, er höfðust þar við, ekki einn og einn út-af fyrir sig,
heldr hópum saman. Þar höfðu þeir nokkurskonar félagsbú
og sérstaka stjórn. Þeir mynduðu þar bœ og bjuggu þar
fráskildir öllu öðru fólki, er forðaðis.t þá svo sem þann
mannflokk, sem bölvan guðs hvíldi yfir.
Að morgni annars dags frá atburðum þeim, er frá var
skýrt í síðasta kapítula, tók Amra sig upp, fór til En-Rógel
og settist þar á stein. Menn kunnugir i Jerúsálem myndi
hafa sagt, ef þeir hefði litið á hana, að hún væri uppáhalds-
ambátt vel megandi húsbœnda. Hún hafði meðferðis vatns-
krús og körfu. og yfir það, sem var í körfunni, Iiafði hún
breitt snjóhvíta borðþurrku. Krúsina og körfuna setti hún
niðr-á jörðina sér til hliðar, losaði klútinn. sem hún hafði
yfir höfðinu, greipti fingrna saman í kjöltu sinni, og starði
með alvörusvip þangað upp, er fjallbrekkan bratta byrjar,
sem nær niðr-að Akeldama og Leirkerasmiðs-akri.
Það var mjög snemma morguns, og hún var á undan
öllum öðrum til brunnsins. Brátt kom þó maðr með streng
og leðrskjólu. Hann kastaði kveðju á konuna dökkleitu,
losaði strenginn, batt hann í skjóluna og beið viðskiftamanna.
Aðrir, sem það vildi, gæti sjálfir náð upp vatni handa sér.
En hann kynni vel að verki þessu, og væri til þess búinn að #