Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1912, Blaðsíða 17

Sameiningin - 01.11.1912, Blaðsíða 17
fólki byggða þessarra á fimm stöðum. Yoru þær vel isóktar allar eftir atvikum, og var mér mikil ánœgja að dvöl minni í nýlendunni.—1 Wynvard liitti eg hr. Ásmund Guðmundsson, cand. theol., sem er ungr maðr nýkominn frá Islandi og veitir forstöðu söfnuðum þeim, sem úr kirkjufélaginu gengu um árið. Var mér mikil ánœgja að samtali við hr. Ásmund. Hann er vel gefinn maðr, sem hann á kvn til. Vonandi verðr samvinna góð með þeim séra Haraldi og úlfúð minni milli flokkanna en verið hefir. Til Winnipeg komum við Mr. Bíldfell úr Saskatche- wan-ferðinni 29. Okt. Var þá svo ráð fyrir gjört, að fundr yrði að kvöldi þess dags í kirkju Fyrsta lúterska safnað- ar, en sökum illviðris var þeim fnndi frestað þartil að kvöldi þess 31. Varð eg fyrir þá hreyting að liætta við fyrirhugaða ferð til Pembina, en þó í þeirri von, að eg fái að koma til þess safnaðar síðar. Fundrinn í Winnipeg var all-vel sóktr, og var þar rœtt nm starf og liorfur kirkjufélagsins. — Winnipeg er sem miðstöð kirkjufélags- ins og þar er stœrsti söfnuðr þess. Dr. Jón Bjarnason fór að áliðnu sumri vestr að Kyrrahafi ásamt konu sinni og fóstrdœtrum, og þjónaði séra Hjörtr J. Leó í stað hans á meðan. Nii var séra Jón aftr fyrir nokkru kominn heim, en séra Hjörtr fór hið sama kvöld og fundrinn var haldinn á leið vestr til Kyrrahafs-strandar til þess að starfa þar í vetr að trúboði meðal landa. 1 Winnipeg lief- ir síðan í fyrra vetr verið unnið í nafni Fyrsta lút. safn. að „missíón£i sunnar í borginni, og hefir séra Búnólfr Marteinsson, kennarinn við Wesley College, staðið fyrir því verki. Kvöld-guðsþjónustur og sunnudagsskóla hefir liann haft í Goodtemplara-húsinu á Sargent Ave. Líklega verðr því starfi ekki haldið áfram á þeim stað og í þessu formi lengr en fram-yfir miðjan vetr. En búizt er við, að eftir það haldi svipað starf áfram miklu sunnar og vestar í bœnum. í Winnipeg er vitanlega ennþá margt fólk, sem hvergi er komið í söfnuð, og verðr þetta þá tilraun til að safna því saman. Öllu kirkjulegu starfi voru út-um byggðirnar er það lífsnauðsyn, að kirkjumálin í Winni- peg sé í góðu lagi, því þaðan berast álirifin víða um byggð-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.