Sameiningin - 01.11.1912, Blaðsíða 28
292
fylla stœrstu krukku, sem sterkasti kvenmaSr gæti boriö, 'i'
fyrir einn gera.
Amra sat kyrr og liafði ekkert að segja. MaSrinn sá
krukkuna og spurði rétt bráðum, hvort hann ætti að fylla
hana fyrir hana. Hún svaraði honum kurteislega: „Nei,
ekki núna.“ Og sinnti hann henni þá ekki Iengr. Dags-
brúnin varð nú skýr upp-yfir Olíufjalli, og fóru þá við-
skiftamenn hans aS koma, og við vatnsdráttinn fyrir þá fékk
hann eins mikið að gjöra og hann gat yfir komizt. Stöðugt
sat hún kyrr í sama staS og mœndi augum sínum upp-til
fjallsins.
Sólin rann upp, og enn sat Amra og horfði stöðugt í
sömu átt — yfir-til fjallsins. Og meðan hún bíðr þar svo,
skulum vér athuga það, sem kom henni til þess.
Það hafði verið vandi hennar að fara út til matarkaupa
í rökkrinu. Hún læddist þá út svo ekkert bar á og hélt til
búSanna í Tyropœon eSa þeirra, sem voru út-viS FiskihliS
austast í bœnum, og keypti kjöt og garðávexti; fór svo aftr
heimleiðis og lokaði sig inní húsinu einsog áSr.
Allir geta ímyndað sér ánœgjuna, sem hún naut af því
aS hafa fengiS Ben Húr aftr til sín í húsiS gamla. Ekkert
gat hún sagt honum af húsmóður sinni og Tirzu. Hann
hefði helzt viljað, að hún flytti sig á annan stað, þarsem ekki
var eins einmanalegt. En hún aftók þaS. Hefði hún mátt
ráSa, myndi hann hafa setzt að í herberginu sínu gamla, sem
var alveg einsog hann hafði viS það skiliS. En þá var mjög
hætt við, aS hann fyndist, og hann vildi fyrir hvern mun
komast hjá öllum eftirgrennslunum sér viSvíkjandi. Hann
lofaði henni að koma á fund hennar svo oft sem hann gæti.
AS nætrlagi yrði hann aS koma og fara. Hún varð aS gjöra
sig ánœgða meS þaS, og svo fór hún undireins aS hugsa upp
ráS til aS gleSja hann. AS hann var nú fulltiða maðr kom
henni ekki til hugar, né heldr þaS, aS smekkr hans hefSi
neitt breytzt frá því hann var drengr. Til þess að þóknast
honum ásetti hún sér aS veita honum alla sömu hjúkran og
þjónustu sem fyrr. Honum þóttu sœtindi góð. Hún
mundi vel eftir því, sem honum þótti bezt þeirrar tegundar,
og hún ásetti sér að búa það góðgæti til og hafa æfinlega til
forSa af því, er hann kœmi. Gat nokkuS komiS honum betr?
Næstu nótt, nokkru fyrr en vanalega, læddist hún því út með
körfu sína og fór út til sölutorgsins viS FiskihliS. En er
hún var aS reika þar um og leita að bezta hunangi, sem til
væri, vildi svo til, aS hún heyrði mann einn segja sögu.
Hver sú saga var verðr lesanda fyllilega ljóst, er hann
fær aS vita, að sögitmaðrinn var einn af mönnunum, sem
héldu á blysunum fyrir yfirmann Antoníu-turns, þá er Húr-
mœSgur fundust niðrí fangaklefanum VI. Frá öllu, sem ^