Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1912, Blaðsíða 19

Sameiningin - 01.11.1912, Blaðsíða 19
283 Tliorgrímsen í Grand Forks, og- var gott til lians að koma. Honum líðr vel í nýja „branðinu“, en samt lield eg, að hann sakni landa sinna. Heim til Minneota kom eg að kvöldi kosningadagsins 5. Nóv. Fund liéldum vér hér í St. Páls söfnuði 10. s. m. Um söfnuði mína hér hirði eg ekki að rita. Til einhverra þeirra safnaða, sem eg ekki hefi enn komið til, vona eg að koma síðar á þessu ári. Séra Sigurðr Christopherson þjónaði söfnuðum mínum meðan eg var burtu, og fórst honum það vel. Hvarvetna var mér tekið ágætlega af söfnuðum þeim, sem eg heimsókti. Sá lilýleiki allr mun mér aldrei gleymast. En það, sem bezt var, er það, að eg varð alls- staðar var við kærleik til kirkjufélagsins, og eg má full- yrða það, að innan félags vors ríkir nú andi einingar og bróðurlegs kærleika. Sá einingarandi mun með guðs lijálp yfirstíga örðugleikana. Síðar langar mig til að minnast í þessu blaði lítils- háttar á einhver þau starfsmál vor, sem aðallega rœdd- um vér á fundum safnaðanna. B. B. J. Þrjú árin síSustu hafa í Reykjavík, skömmu fyrir jól, komiS út nótnahefti, sem nefnast Jólaliarpa. Útgefandi og sá, er til þeirra hefir safnaS, er hr. Jónas Jónsson, maSr vel söngfróör og smekkvís. I heftum þessum eru eingöngu sálmalög eða lofsöngvar, sum þeirra eins gömul og frá 14. öld, sum yngri, sum frá síSustu tímum. ASeins eitt lag eftir hvern höfund. Öll fjórrödduS. Sum lögin eru alkunn, þótt í eldra formi sé, einsog t.d. „í dag eitt blessaS barniS er“. Sérstakiega fögr eru lögin: Adeste fideles f,,Þér trúuSu! komi8“j, „Á drottins helgan dag“ eftir Kreutzer, „Fagna, Síon !“ eftir G. Hándel, o. fl. Lag viS sálminn „Ó þá náS aS eiga Jesúm“ er þar og frá 18. öld. MeS seinasta heftinu (1911) fylgir örstutt æfisaga hvers höfundar. Margir munu hafa yndi af því aS eiga sönghefti þessi, sem vér mælum meS til jólafagnaSar. Söngbók bandalaganna og sunnudagsskólanna meS músík þeirri, er söngum þeim heyrir ti’, er nú út komin, prentuS í Reykjavík, og lítr einkar vel út. Til sölu í bókaverzlan Halldór’s S. Bardals hér í Winnipeg og víöar. Kostar $1.25. Söngelska fóIkiS í vestrbyggöum íslendinga verSr bók þessarri fegiS, því þaS hefir aS undanförnu þráð annaS eins söngvasafn og þetta, enda stóS upphaflega til, aS bókin yrSi til frá prentsmiöjunni i Reykjavík ári fyrr en reynd varS á. f bók þessarri eru lög — ýrnist fjörrödduS eSa þrírödduS eSa meS undirspili — viS öll ljóSin í bandalags-söngva-kverinu frá 1905, sem ekki eru lög viS í kóral-bókunum íslenzku, er hafSar eru á guösþjón-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.